Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 58

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 58
EIMREIÐ1‘s' Tveir ungir rithöfundar. í hinum tiltölulega fjölmenna byrjendahóp vorum á sviði skáldsagna- gerðarinnar eru það einhum tveir ungir rithöfundar, sem sérstök ástsöa er til að minnast á nú. Þeir hafa nyskeð sent frá sér stna skáldsöguna hvor, og eru báðar alveg nykomnar á bókamarkaðinn. Þeir hafa báðir áður gefið mönnum talsverðar vonir með eldri sögum sínum. Er þvl fróðlegt að sjá, hvernig þær vonir muni rætast nú, er báðir hafa ráðist í stærri og örðugri viðfangsefni en áður. Fyrsta bók Guðmundar G. Hagalíns, Blindsker, kom út árið 1921- Voru það sögur, æfintýri og Ijóð, flesl ritað meðan höfundurinn vart vac kominn af barnsaldri, enda vanþroska- merkin auðsæ. Þó mátti greina tnn- an um óeðlilegar mannlýsingar og illa rökstuddar athafnir (svo sem h)a Elíasi og Geirlaugu í „Blindsker') sérkennilega frásagnargáfu og athug- ult auga og fjörugt ímyndunarafl hðf- undarins á bak við. Næsta bók Guð- mundar kom út í fyrra, sex sögur undir nafninu Strandbúar. Með þetrrt bók hefur höfundurinn þegar unnið sér sess meðal fremstu smásagna- höfunda vorra. Fyrsta sagan í þess- ari bók, Að leiðarlokum, er einkar snjöil Iýsing á mistökum lífsins °g ömurleik þess, þegar aleigan er ekkt lengur annað en brostnar vonir og beiskar endurminningar. Lýsingin er borin fram blátt áfram og tilgerðarlaust, með brimdrunur og vetrargnVi eins og dimt og hrollkent undifspil ógæfunnar, að baki rás viðburðanna, sem verið er að lýsa. í næstu sögu, Tófuskinnið, hefur höfundurinn skapað persónu, sem er því nær einstæð í íslenskum bókmentum, heybróktna Arna á Bala, sem er eins og lifandi tilraun um það, hvort ofurmennt 1 orði, en ómenni í verki, geti ekki gefið nógu góða útkomu, þegar alt kemur til alls. Kýmnin, sem annars er svo sjaldgæf í íslenskum bók- mentum, er þarna látin skipa öndvegið, og fer vel á þvf. Viðskifti þeirra hjónanna Arna á Ðala og Gróu eru sýnd í svo skoplegu ljósi, að fág®11 má heita. Sagan Hefndir, sem er lengsta sagan í þessu smásögusafni, er líka sú lélegasta, frásögnin Iangdregin, atburðaröðin hvorki vel rökstudd Guðmundur G. Hagalín.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.