Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 62

Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 62
190 TVEIR UNGIR RITHOFUNDAR EIMREIÐIN Alt þetta mun hafa þroskað hann og gefið honum fyllri útsýn yfir mann- lífið, enda dylst þetta ekki, þegar þessi síðasta bók hans er borin saman uið þá fvrstu. Er þar um mikla framför að ræða á flestum sviðum, nema einu: málinu hefur hrakað stórkostlega hjá höfundinum. Sagan Bam nátt- úrunnar var rituð á sæmilega góðu máli, en málið á sögunni Undir Helgahnúk er lítt sæmilegt, því þar ægir víða saman málleysum, útlensk- um orðum og óíslenskum setningum. Þetta eru mestu lýtin á bókinni, og þó að höfundinum kunni hér að vera nokkur vorkunn, þar sem hann ‘hefur dvalið ærið lengi erlendis, þá verður maður þó að bera það traust til hans, að hann vandi sig betur næst á þessu sviði. En þótt málið se gallað, gætir þess ekki svo mjög við lesturinn, þó að undarlegt meS' virðast. Höfundurinn ritar af svo miklu fjöri og eldmóði, að hann hrífnr lesandann með sér. Sagan hefst með inngangi, þar sem lýst er tveimur íslenskum náms- mönnum í Kaupmannahöfn. Er kafli þessi svo skemtilega skrifaður, aÖ maður les hann í einni stryklotu. Annar þessara manna fer til Ameríku og kemur ekki aftur við sögu fyr en seint og síðar meir, en hinn gerist prestur heima á Islandi. Eftir að innganginum lýkur, snýst sagan mest- megnis um son prestsins, Atla, og svo Aslaugu dóttur skólabróður prests- ins, eftir að þau eru komin heim frá Ameríku. Halldór Kiljan Laxness er fjölvís rithöfundur. Um það ber þessi bók órækan vott. Hann þekkir óteijandi strengi sálarinnar og kann að hræra þá. Hann getur ætt eins og hamhleypa úr viðkvæmustu og innilegustu draumum hugsana- og tilfinningalífsins út á berangur hryllilegs veruleik- ans á svo áhrifamikinn hátt, að furðu gegnir. Nægir að benda á veisluna hjá prestshjónunum á Stað kvöldið, sem Ljúfur litli, engilbarnið, bróðir Atla, deyr hinum voveiflegasta dauða.* I stofunum á Stað ríkir friður o3 gleði. Frægur söngvari er meðai gestanna, og hann skemtir gestunum m.eð söng sínum. Hann syngur um vornæturdýrðina. Hér eru fáeinar lfnur: „Það fór hrollur um unga fólkið í stofunni. . . . Því í sælli hrifning sá það fyrir sér fslenskan kjarrskóginn á bjartri, hljóðri vornótt, þegar loftið er þrungið af angan . . . og þar stendur ungur, íslenskur sveinn í kjarr- inu og teygar að sér anganina og vætir fingurgóma sína í dögginni eins og vígðu vatni og starir út í fjallgeiminn . . . og hlýðir í sólskríkju- Ijóðinu á bergmálið frá sinni eigin sál. . . . Og hver átti ekki í sínum eigin barmi minningu um einhverja slíka nótt, sem hafði liðið í djúpri einveru og enn dýpri þrá . . ?“ Og þannig heldur veislan áfram í unaði og gleði. jafnvel prestskonan þunglynda gleymir sér og tekur þátt í gleði hinna. Þá er það, að slysið ber að. Vagnhestar fælast á hlaðinu, en prestssynirnir hafa sest í vagn- sætin. Hestarnir æða af stað með vagninn. Og yngri drengurinn hrekkur yfir framsætið og fellur niður milli hestanna og vagnsins. „í fallinu slo annar hesturinn járnuðum hófum í höfuð hans, og í minna en einni andra hafði síðan bæði framhjól og afturhjól rent yfir líkama hans, og lá barnið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.