Eimreiðin - 01.10.1927, Side 1
eimreiðin
Hvammar.
Eftir Einar Benediktsson.
Hér gljá þeir í allra átta sól;
út og suður, með blómguð skjól.
Við hvammana sátust blessuð ból,
sem bundu moldir og sanda.
Þar treyndist vor björk, undir tönn og hníf,
þar treysti á stofna, þar ólust líf —
við ísa og bál, undir höggi og hlíf,
sem hagvenja barnsins anda.
Þar áttuðust hugir við útrænt skaut;
til alveldis beinist ein skínandi braut;
þar fullvaxta sál, við sigraða þraut,
fær sjón yfir röðla og jarðir.
Háförul, djúpsækin hæðamögn
hrærast í duftsins lægstu ögn.
Og boðskapir óma, í englaþögn,
út yfir foldanna hjarðir.
— Að vaxa er eðlisins insta þrá
frá efsta meiði, í traðkað strá.
Vegfari lífs, hver viljann á,
veldur skriðunnar bjargi.
En hvers mundi orka þá einviljug þjóð,
af Asatungu, með norrænt blóð;
og heiðaríkisins hjartaflóð
heimt undan jökulfargi.
— Vor jörð geymir eitt og alt, sem ég vil;
ódáins lífið, að vera til,
fær yfir sökkvifirnanna hyl
og fleygur á himintinda.
20