Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 2
306
HVAMMAR
EIMREIÐIN
Þá blekkist ég ekki við mannlegt mál;
en mungátin kneyfi af guðaskál.
Dauðalaus veröld, með dagandi bá/,
yfir djúp minna hjartans linda!
Þar les ég í dropanum himnaheim;
þá hugtek ég vetrarbrautanna sveim.
1 mínu Eden skal einn verða af tveim,
við alkyrð á stjarnahafi.
Svo brestur minn fjötur við stund og stað.
Straumar almáttsins falla að.
Drottnari algeyms. A drifhvítt blað
dreg ég þá fyrstu stafi.
— En hugur minn eigrar um aldna slóð.
Mér er sem ég kenni sævarhljóð,
blandin við eigin mín æskuljóð
um ýmst, sem er liðið og grafið.
Erá bernskunnar sögu einn svip ég nam.
Ég sá handan æfinnar Fagrahvamm,
með lindina smáu, sem leið þar fram
í langferð — en náði ekki í hafið.
Brekkan var signuð af sólnætur rún,
er síðar mun ráðast, handan við brún.
Nú bera mín lágu, litverpu tún
lífgrös í fannhöfgum dali.
Hvamminn minn blés í hrjóstur og mel;
en heiðbjarta minning geymir mitt þel,
er þúsundir svipa, suður um hvel,
sökkva í gleymskunnar vali.
Kvöldblærinn þyngir nú hæðahvarm;
og haustkvíðinn liður um jarðarbarm.
Sjá, lífgjafinn rís, með reiddan arm,
að ráða sín börn af dögum.
En háfjöllin glepja oss hærri sjón.
Vér hrökkum af draumi um eilíft tjón.