Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 8
312
FRANCESCO PETRARCA
EIMREIÐIN
Lauru inn í meðvitund hins mentaða heims, að hún er orðin
samgróin minningu skáldsins.
Þegar faðir hans dó 1327, hætti hann algjörlega við lög-
fræðisnámið, fór aftur til Frakklands og tók prestvígslu í
Avignon. Þar sat þá páfinn, og að komast að hirð hans var
hið sama sem að lifa í gleðskap og sællífi. Um þessar mund-
ir er Petrarca líka lýst sem spjátrungi, en þá bar saman fund-
um hans og Lauru. Um þann atburð hefur hann ort sonettu,
sem byrjar á þessa leið:
Mille trecento ventisétte appunto
Su l’ora prima il di sesto d’avrile *)....
Og frá þeim degi byrjar nýr kafli æfi hans.
Það hefur mikið verið deilt um, hver þessi Laura hafi ver-
ið, sem Petrarca með kvæðum sínum hefur gjört ódauðlega.
Allar líkur eru samt til, að það hafi verið Laura de Noves,
þá fyrir tveimur árum gift Hugues de Sade. Einmitt það, að
kona sú, sem hann feldi ástarhug til, var öðrum manni gefin
og ást hans því vonlaus eða vonlítil, hefur ef til vill átt sinn
þátt í ástríðu hans, því að ófullkomnir menn þrá einatt mest
það, er þeir ekki geta fengið.
Þó að Laura ætti tíu eða ellefu börn með manni sínum
og sennilega hafi breyzt töluvert í útliti með árunum, þó stóð
hún honum ávalt fyrir hugskotssjónum sem hin unga fagra
ljóshærða mær, er kom svífandi inn' kirkjugólfið þennan
aprílmorgun, með æskubrosi á vörunum, með sakleysissvip
og hæversku í öllum tilburðum. Jafnvel búningurinn, sem hún
bar, þegar hann í fyrsta sinni leit hana, er honum ógleyman-
legur, og hann lýsir aftur og aftur ljósgræna silkikirtlinum
hennar, alsettum fjólublómum.
í Roure-höllinni í Avignon er til mynd af Lauru de Noves,
og því verður ekki neitað, að hún hefur verið forkunnarfríð
1) Það er því hann sjálfur, sem álítur þennan dag, 6. apríl 1327, sem
viðburðaríkasta dag æfi sinnar.
„Að sjá Lauru var það sama sem að elska hana", segir hann enn-
fremur, „og að elska hana var það sama sem ekki að elska það, sem
ég áður elskaði".