Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 12
316
FRANCESCO PETRARCA
EIMREIÐIN
Ó, þér, sem heyrið andvarpanna óminn
af óði breyttum, sem mitt nærði hjarta,
á meðan glapti og ginti ástin bjarta —
þótt gengið sé mér nú og horfinn blóminn o. s. frv.
Að endingu þykir tilhlýðilegt að minnast á, að eitt íslenzkt
fornskáld hefur verið kallað »Petrarca Norðurlanda«. Það er
Kormákur Ögmundsson.
Þó að margt sé að vísu ólíkt með þeim, þá eiga þeir það
sammerkt, að fella ástarhug til konu í fyrsta sinni sem þeir
líta hana, að elska hana alla æfi, þó hún sé öðrum gift, og
yrkja um hana kvæði, er gjöra hana ódauðlega.
Kormákur og Steingerður eru tvístirni á himni ástarinnar
rétt eins og Abeilard og Heloi'se, Dante og Deatrice, Petr-
arca og Laura.
Thora Friðriksson.
Haraldur hávi og marmaraljónið.
Marmaraljónið mikla, sem stendur nú til vinstri handar vi&
innganginn á vopnabúrinu í Feneyjum, var flutt þangað frá
Píreus — hafnarborg sjálfrar Aþenu — árið 1687. Sá er lét
flytja það þangað, sem það nú er, var Francisco Morocini
Feneyja-hertogi.
Ljón þetta er tíu feta hátt, þar sem það situr, og mun nú
enginn svo fróður, að hann viti, hver listamaður sá var, sem
gerði það, en svo mikið þykjast fræðimenn mega sjá, að þa&
muni vera höggvið út á fimtu öld fyrir Krists burð, ef til vill
á dögum þeirra Periklesar og Fídíasar. Ráða þeir það af
marmarategund þeirri, sem ljónið er gert úr, en talið er, að
hún sé tekin úr marmaranámunum í fjallinu Pentelicon í
Attiku. í rúm tvö þúsund ár hefur ljónið þannig skreytt höfn-
ina í Píreus; enda dregur hún og nafn af því og hefur að
minsta kosti nú í fjórar eða fimm síðastliðnu aldirnar, verið
kölluð Ljónshöfn (Porto Leone).