Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Side 13

Eimreiðin - 01.10.1927, Side 13
EIMREIÐIN HARALDUR HÁVI OG MARMARALJÓNIÐ 317 Það var árið 1800, að sænskur mentamaður, ]. D. Áker- blad að nafni, reit grein nokkra í tímaritið „Skandinavisk Mu- seum“ og lýsti yHr því, að á ljónið væru ristar norrænar rúnir. Mun þetta hafa komið öllum mjög á óvart, og efalaust er talið, að Ákerblad hafi orðið fyrstur manna til að sjá, að hér var um norrænar rúnir að ræða, en ekki annara þjóða leturgerð. Ekki auðnaðist Ákerblad að ráða neitt fram úr rúnunum, og bar ýmislegt til þess. Samt gerði hann teikningar nokkrar af þeim, en mjög ófullkomnar þó. Vmsir vísindamenn hafa gerst til þess að rita um rúnirnar á Píreusar-ljóninu, og má þar til nefna þá Finn Magnússon og Wilhelm Grimm, en víst hefur hvorugum þessara manna gefist kostur þess að skoða þær. Helzt er svo að sjá, að enginn hafi lagt verulegt kapp á að ráða rúnirnar fyr en konferenzráð Carl Christian Rafn kom til skjalanna; mun og mönnum hafa þótt á torveldi mikið, sökum þess hve máðar þær voru. Meðal margs annars, sem Rafn gerði, var það, að hann fékk danskan mann, F. de Bertouch að nafni, sem dvaldi í Feneyjum um miðbik 19. aldar, til þess að gera teikningar af rúnunum, taka af þeim Ijósmyndir á ýmsum tímum dags og gefa sem nákvæmastar skýrslur um þær. Hefur F. de Bertouch unnið að þessu verki með frábærri elju. Að lokum fór svo Rafn sjálfur til Feneyja og lagði smiðshöggið á rannsóknirnar. Þegar svo öll kurl voru til grafar komin, birti Rafn langa og ítarlega ritgerð um þessa hluti. Er hún rituð bæði á frakk- nesku og dönsku og heitir: „Inscription Runique du Pirée, interprétée par C. C. Rafn, Copenhague 1856“. Ritgerð þessa er einnig að finna í »Antiquités de L’Orient. Monuments Runographiques, Copenhague 1856“, og má vísa til hennar öllum þeim, er frekari fræðslu kynnu að girnast um þetta efni. Þar er og að finna alla ritgerð Ákerblads, þá er hann reit í „Skandinavisk Museum“. I ritgerðinni Rafns eru fyrst myndir tvær af ljóninu, sín lekin af hvorri hlið þess, þá koma myndir af rúnunum og orminum, eða drekanum, sem fyrst hefur verið markaður á Ijónið og rúnirnar svo höggnar á hann, og að lokum mynd eða kort af Ljónshöfn í Píreus.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.