Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 14
318
HARALDUR HÁVl OG MARMARAL]ÓNIÐ eimreiðin
Það hyggur Rafn, að rúnirnar hafi verið ristar árið 1040, og
færir hann rök nokkur fyrir því, en ráðning hans á þeim er þessi:
A vinstri hlið Ijónsins:
Hákon vann, þeir (Jlfr ok Asmundr ok Aurn, hafn
þessa; þeir menn lagþu á, ok Haraldr háfi, of fjebóta
uppreistar vegna Grikkjaþýþis. Varþ Dálkr nauþugr í
fjarri landum; Egill var í faru meþ Ragnari til Rúmaníu
— — — ok Armeníu.
A hægri hlið Ijónsins:
Asmundr hjó rúnar þessar, þeir Asgeir ok Þorleifr,
Þórþr ok Ivar, at bón Haralds háfa, þóat Grikkjar (of)
hugsaþu (ok bannaþu).
Það telur Rafn rétt óyggjandi, að Haraldur sá, er ræðir um
í rúnum þessum, sé enginn annar en Haraldur Sigurðarson,
er síðar varð konungur í Noregi og hlaut þá kenningarnafnið
»hinn harðráði«. Hefur svo hitt nafnið, — Haraldur hávi —
fallið í gleymsku jafnskjótt og hann kom aftur á Norðurlönd,
enda sennilegt, að ekki hafi aðrir en Væringjar kallað hann svo.
Það hyggur hann og jafnvíst, að Úlfur sá, sem hér er
nefndur, sé Úlfur stallari Ospaksson, bróðursonur Guðrúnar
Osvífursdóttur, »sá, er dyggvastur var og drottinhollastur« að
vitni sjálfs Haralds konungs, sem hafði þekt hann og um-
gengist, um nærfelt þrjátíu ára skeið. Úlfur þá miklar og
margvíslegar sæmdir af Haraldi konungi, kvæntist Jórunni
Þorbergsdóttur, mágkonu konungs, og var af þeim kominn
Eysteinn erkibiskup og margt fleira stórmenni í Noregi.
Stefán Stefánsson.