Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 15

Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 15
EIMREIÐIN Kórvillan. Eftir J. P. Pérés. Fyrir hérumbil 20 árum rakst ég á þessa ritgerð í enskri þýðingu í tímaritinu Open Court. Þótti mér hún svo hnittin og skemtileg, að ég snaraði henni á íslenzku að gamni mínu. Síðan hefur hún legið hjá mér, án þess að ég hafi gert tilraun til þess að koma henni á prent. En nokkrir kunningjar mínir, sem séð hafa hana hjá mér, hafa haft mjög gaman af henni, og er ekki ólíklegt að svo kynni að vera um ýmsa fleiri. Og þar sem á þessu ári eru liðin 100 ár síðan ritgerð þessi kom fyrst út, þá virðist ekki illa til fallið, að hún birtist einmitt nú á íslenzku. Ritgerð þessi kom fyrst út á frönsku árið 1827 og nefndist Grand Erratum. Höfundur hennar Jean Baptiste Pérés (f. 1752, d. 1840) var kennari í stærðfræði og bókavörður í Agen, lítilli borg á Suður-Frakk- landi. Meðal kunningja hans fór orð af því, hve íhaldssamur hann væri bæði í stjórnmálum og trúmálum. Sem rithöfundur er hann einungis kunnur af þessari litlu ritgerð, en hún hefur líka komið út hvað eftir annað og verið þýdd á flest lungumál Norðurálfunnar. Tilefnið til ritgerðarinnar var einkum bók um uppruna trúarbragðanna eftir Dupuis (1742—1809), mjög lærðan mann, þar sem hann hélt því fram, að öll trúarbrögð mætti útskýra sem goðsagnir, er ættu rót sfna að rekja til sólarinnar, og sama máli væri að gegna um sögu Jesú frá Naz- aret. Til þess að sýna, hver fjarstæða þetta sé, tekst Pérés á hendur að sanna, að Napoleon Bonaparte hafi aldrei verið til, heldur eigi frásagn- 'rnar um hann einungis við sólina. Með léttri og fjörugri fyndni gerir hann þannig napurt háð að grunnfærum vísindarökum, framsettum með lærdómssniði, sem eiga að sanna miklu meira en mögulegt er að sanna. Dr. Paul Carus ritstjóri tímaritsins Open Court kallar ritgerðina „one of the best satires ever written in the literature of the world“ (eitthvert hesta háðrit, sem til er í heimsbókmentunum). Porst. Porsteinsson. Napoleon Bonaparte, sem svo mikið hefur verið rætt og ritað um, hefur aldrei nokkurn tíma verið til. Hann er ekkert annað en ímynduð vera, persónugerfi sólarinnar. Vér getum sannað þessa staðhæfingu vora með því að sýna, hvernig all- ar frásögurnar um Napoleon mikla eiga rót sína að rekja til hins mikla ljósgjafa. Látum oss nú lítið eitt athuga, hvað oss hefur verið sagt um þenna merkilega mann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.