Eimreiðin - 01.10.1927, Side 34
338
NORÐURLJÓS
EIMREIÐIN
innar. En þeir eru sumir er þetta ætla, og það þykir ei
ólíkast vera, að ísarnir og frostið dragi svo mikið afl undir
sig, að af þeim geisli þessi skimi. Eigi veit ég þá hluti fleiri
er í getur séu færðir um þetta mál, . . . . og engan dæmum
vér sannan af þeim . . . .«
A síðari öldum hafa norðurljósin oft og einatt verið talin
með öðrum náttúruundrum á voru landi. Sagt er jafnvel að
einn féslyngur landi hafi unnið það þrekvirki að selja mátu-
lega gáfuðum útlendingi norðurljósa-réttindi sín á Islandi! —
]ohan Anderson, borgarmeistari í Hamborg, segir í íslands-
lýsingu sinni (1746), að norðurljósin hljóti að stafa af brenni-
steinsgufu, er stigi hátt í loft upp frá eldfjöllum og hverum.
Safnast gufur þessar einkum að heimsskautinu og þjappast
þar saman í kulda-röku loftinu, unz í þeim kviknar!
Vér munum nú láta þessu líkar getgátur eiga sig, en leitast
við að skýra nokkru nánar frá staðbetri rannsóknum, sem
gerðar hafa verið síðustu þrjá áratugina. — Hafa þær aðal-
Iega verið framkvæmdar af þremur prófessorum við háskól-
ann í Osló, þeim Birkeland, Störmer og Vegard. Má og þakka
þeim fiest það, sem nú er haft fyrir satt um tildrög og eðli
norðurljósa.
Fyrir daga Birkelands höfðu ýmsir vísindamenn rannsakað
norðurljós og leitt getum að uppruna þeirra. Reynt hafði
verið að mæla hæð þeirra yfir jörðu, en niðurstöðurnar voru
mjög sundurleitar. Sumir álitu að þau væru aðeins nokkur
hundruð metra frá jörðu, aðrir töldu fjarlægðina mörg hundruð
kílómetra. Því höfðu menn veitt eftirtekt, að þegar norðurljós
eru mikil, verður segulnálin ókyr og sveiflast í sífellu fram og
aftur. Truflanir þessar ganga undir nafninu segulmagns-storm-
ar og stafa vafalaust af breytingum á segulafli jarðarinnar.
Með segulmagnsstormunum fylgja stundum svo miklar trufl-
anir á símalínum, að samtöl og skeytasendingar hindrast alveg.
— Ennfremur var það sannað, að þegar mikið er af dökkum
blettum á sólunni, þá eru og bæði segulstormar og norðurljós
venju fremur áberandi. Sólblettirnir eru einskonar stormsveip-
ar í hinum glóandi lofthjúpi sólarinnar. Þeir eru mestir H-
hvert ár, en ná lágmarki þess á milli. Við árlegar athuganir