Eimreiðin - 01.10.1927, Page 38
342 NORÐURLJÓS eimreidin
reiknaði Störmer út 2500 slíkar hæðarmælingar. Er það
mikið verk.
Annað atriði, sem Störmer lagði mikið kapp á, var að reikna
út brautir þær, sem rafmagnseindirnar hlytu að fara frá sólu
til jarðar. Er sá útreikningur mjög örðugur viðfangs og sein-
legur. Skal og ekki leitast við að lýsa honum, en aðeins geta
um helztu niðurstöður af rannsóknum Störmers.
Eflirlíking Störmers af brautum katóöugeislanna. Tveir geislastafir,
sem greinast sundur og hæfa jörðu hér og þar í námd við segulskaufin.
Vér vitum að jörðin er segulmögnuð og að seguláhrifa
gætir langt út frá henni á alla vegu. Rafmagnseindirnar ætl-
um vér að séu örsmáar agnir, er þeytist frá sólunni með alt
að 100 þús. km. hraða á sek. (ljósið fer 300 þús. km.). Agnir
þessar eru svo smáar, að þótt heilum milliardi af þeim væri
raðað hlið við hlið, mundi röðin samt ekki verða yfir 1 mm.
á lengd. Þegar rafmagnseindirnar koma svo nálægt jörðu, að
áhrifa fer að gæta af jarðsegulmagninu, taka þær að breyta
stefnu. Verður þá að reikna hreyfingu þeirra skref af skrefi,
eftir því sem segulaflsvið jarðarinnar breytist. Vinda þær sig
nú áfram í gormrás um segulaflslínurnar, en fæstar ná þó
inn í lofthjúp jarðarinnar. í vissri fjarlægð Ieggja þær lykkju