Eimreiðin - 01.10.1927, Page 43
EIMREIDIN
NORÐURLJÓS
347
Vegards á geislarúnum norðurljósanna fái eigi með öllu stað-
ist eldraun sannreynzlunnar, er hún eigi að síður stórmerk og
glæsileg. Hún hefur blásið nýju fjöri í rannsóknirnar og beint
þeim á nýjar og ókannaðar brautir. Við það kemur vafalaust
margt nýtt í ljós, sem leiðir nær takmarkinu. — Allar eru
rannsóknir þessar gott dæmi þess, hvernig vísindamenn verða
að láta ímyndunarafl sitt og reynzluþekkingu vinna saman,
þegar þeir glíma við flóknustu gátur tilverunnar.
Norðurljós hafa löngum verið meðal þeirra hlufa, sem
menn hafa markað veður af, bæði hér á landi og víðar. Ekki
munu veðurfræðingar þó aðhyllast þá skoðun, að þau hafi
nein beinlínis áhrif á veðráttu á jörðunni. En norðljósarann-
sóknir eru mjög þýðingarmiklar fyrir veðurfræðina, að því
leyti sem þær geta gefið vitneskju um efni og eðli lofthjúps-
ins á hærri sviðum. Geta má og þess, að veðráttufar jarðar-
innar virðist vera háð breytingum þeim á geislamagni sólar,
sem sólblettirnir hafa í för með sér. En sama máli er að
gegna með norðurljósin og segulstormana, eins og áður var
drepið á. Sólin er sameiginleg orsök þessara fyrirbrigða, en
að öðru leyti eru þau hvort öðru óháð. —