Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 50

Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 50
354 SKRIFTAMÁL Á NVÁRSNÓTT EIMREIDIN mér. Augu okkar mættust sem snöggvast. Mér fanst ég geta lesið leyndan skilning — svar — í augnaráði hennar. Þá réði ég mér ekki lengur. Eg féll, henni til fóta og faldi brennandi andlit mitt í kjöltu hennar. Eg hef víst legið svona einar tvær sekúndur. Þá fann ég mjúka hönd hennar hvíla á höfði mér, og svo mælti hún þýðum og viðkvæmum rómi: »Vertu hugrakkur, kæri vinur! Já, vertu hugrakkur! — Dragðu, ekki vin þinn á tálar, sem sefur svo öruggur þarna innic. Eg spratt á fætur og horfði örvílnaður,í kring um mig. Hún tók bók af borðinu og rétti mér hana. Eg skildi, opnaði bókina af hendingu og tók að lesa upphátt. Ég veit ekki hvað ég las, stafirnir dönsuðu fyrir augum mér. En storminn hafði lægt í sál minni. Þegar klukkan sló tólf, og þú komst inn svefndrukkinn, til þess að bjóða okkur gleðilegt nýár, fanst mér sem þetta syndaraugnablik heyrði til löngu, löngu liðnum tímum. Frá þessari stundu varð ég aftur rólegur. Ég vissi að hún endurgalt ekki ást mína, og að frá henni hefði ég einskis að vænta nema meðaumkvunar. Arin liðu; börnin þín urðu full- tíða og giftust, ellin færðist yfir okkur þrjú. Þú lagðir niður alla léttúð, lést gömlu kærusturnar eiga sig og lifðir fyrir hana eina, eins og ég. Mér var ómögulegt að hætta að elska hana, en ást mín breyttist; jarðneskar þrár mínar fölnuðu og dóu, og í stað þeirra komst á órjúfandi andlegt samband á milli okkar. Þú hefur oft hlegið að okkur, þegar við höfum verið að ræða um rök tilverunnar. En ef þú hefðir vitað, hve náið samband var milli sálna okkar á slikum stundum, þá hefðirðu orðið mjög afbrýðisamur. Og nú er hún dáin, ef til vill verðum við báðir farnir á eftir henni fyrir næsta gamlárs- kvöld. Það er því kominn tími til, að ég losi mig við þetta leyndarmál og segi við þig: ,Franz, ég hef eitt sinn syndgað gegn þér; fyrirgefðu mér‘<. Hann rétti vini sínum hendina biðjandi, en hann svaraði önugur: Æ, vertu ekki að þessu bulli. Ég hef ekkert að fyrirgefa. Þetta sem þú hefur verið að játa fyrir mér, vissi ég fyrir löngu síðan. — Hún sagði mér þetta alt sjálf fyrir fjöru- tíu árum. — Og nú er bezt ég segi þér, hvers vegna mér hætti svo til að elta aðrar konur alt fram á elliár. — Það var af því, að hún játaði fyrir mér um leið, að þú værir eini maðurinn, sem hún hefði elskað á æfinni«. Hinn starði þegjandi á vin sinn, en gamla klukkan á veggn- um sló tólf — á lágnætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.