Eimreiðin - 01.10.1927, Page 52
356
DETTIFOSS
EIMREIÐIN
logafextar háum himni frá.
Hvílík birta, hvílíkt líf og andi,
hvílík dýrð í öræfanna landi!
Lífsins aðall ljómar þér um brá,
gróður-teikn, sem græða jarðarmeinin,
geislar lífs, sem klæða dauðan steininn.
Eilíf bylting ólgar þér í skapi.
— Um þig líkt og bleikir jakar hrapi,
jötnavígi, jökulvetra smíð.
Borgum dáuðans brotnum nið’r að grunni
bárur þínar velta fram í unni.
Háð er enn þitt hundrað alda stríð.
Það sem vetur byggja í bygðum sínum
brýturðu með köldum hnefa þínum.
— Skrautið dvín og skuggar um þig falla.
Skrugguhljóð í rómi þínum gjalla.
Er sem klofni öll þín klettaborg.
Seg þú mér hvort brennur heift og harka,
heljartröll, í þínum víða barka,
eða knýr þig æfidulin sorg?
Æðar þínar allar slást í hnykla.
Er að bresta jökulhjartað mikla?
Einstæðingur! Barn á firnafjöllum
fjarri bygð og vinamótum öllum,
hálfan dag ég harm þinn bera skal.
Voru ekki þungar þorranætur,
þegar frosin inn í hjartarætur
storðin lá sem stirðnað hræ í val ?
Norðanhríðar báru þér að brjósti
brunagaddsins sverð með vígaþjósti.
Báru þér samt vorin vöndust efni:
Vakti jörð, en þjóðin lá í svefni,
dauðasvefni, ótal sárum særð.
Sumargestir sóttu hingað voða.