Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 53
EIMREIÐIN
DETTIFOSS
357
Sólin grátin hneig í aftanroða
sérhvern dag. — Ó, íslands eymdastærð!
Þá var eins og brynni heift og harka,
heljartröll, í þínum víða barka.
Lúðra þína léztu alla gjalla.
Ljóðið hvarf í mistur blárra fjalla.
íslendingur, svona er saga þín!
Loks kom hann, sem kvað þjer kvæðið bezta,
konungurinn æðstur þinna gesta:
Fjalla-smali, er flýði örlög sín.
Og þið skáldin eins og börn og bræður
báruð saman ykkar tregaræður.
— Hátt þér lyftu, himinborni andi!
Hrygð og myrkur víkja burt úr landi.
Um þig loga heilög himinteikn.
Þreyztu ei að þeyta út í hafið
þelans hrönn, sem fjöllin hefur grafið.
Brjóttu niður gaddsins grimd og feikn.
Vfir þínu starfi vorin vaka
— vorin þau, sem bræða hjartans klaka.
Friðarboginn, feldur mér að ristum,
fylkir að mér þúsund vonum mistum.
Sérhver dropi ber mín óska orð.
Dettifoss, þú hljómar mér í hjarta.
Hvergi fann ég veröld svona bjarta!
Ljóð þitt hefur stækkað mfna storð,
konungur, sem kvæði fluttir barni
— konungur, sem býrð á sól og hjarni.