Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 54
EIMREIÐIN
*
Island í myndum.
Framvegis mun Eimreiðin flytja öðru hvoru myndir undir
þessari fyrirsögn, sem víðast að af landinu, effir því sem efni
og ástæður leyfa. Væntir hún aðstoðar sem flestra ljósmynd-
ara, — bæði atvinnuljósmyndara og annara, sem ljósmyndun
stunda af áhuga og sér til skemtunar, — til þess að safn
þetfa geti orðið sem bezt og fullkomnast. Einkum eru henni
kærkomnar góðar ljósmyndir af áður óþektum eða lítt kunn-
um stöðum, sem eru sérkennilegir að náttúrufegurð eða öðru
því, er athyglisvert þykir. Víðsvegar um landið eru margir
einkennilegir og fagrir staðir, sem ljósmyndavélin hefur ekki
náð til, enda er það ekki undarlegt þar sem stór svæði liggja
enn lítt könnuð og ekki kortlögð nema á mjög ófullkominn
hátt. Safn þefta verður þó ekki bundið við landlagsmyndir
eingöngu, heldur mun verða leitast við að birta í því myndir
af sem flestu því, sem sérkennilegt er fyrir landið að því er
snertir þjóðlíf þess, atvinnulíf o. s. frv.
Myndirnar sjö, sem Eimr. birtir nú fyrsfar í röðinni, eru þessar:
1. Goðafoss í Skjálfandafljóti.
2. Hvftá á Brúarhlöðum. Ain veltur þar fram í þröngum gljúfrastokki,
straumþung og ægileg. Frá brúnni, sem sést á myndinni, eru um 8
km. upp að Guilfossi.
3. Hagavatn. Hlöðufell í baksýn. Við Hagavatn í óbygðunum upp af
Biskupstungum er mjög fagurt, en víða hrikalegt um að Iitast. Skrið-
jöklar úr Langjökli ganga út í vatnið á tveim stöðum. Vegalengdin
frá Geysi f Haukadal upp að Hagavatni er um 15 km.
4. Hagavatn, séð frá Fagradalsfjalli. Langjökull í baksýn.
5. Dalur upp við Langjökul, milli Fagradalsfjalls og Einifells. Jarlhett-
ur í baksýn.
6. Strandartindur við Seyðisfjörð (vetrarmynd).
7. Ur Hallormsstaðaskógi við Lagarfljót.