Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 62
EIMREIÐIN
Bréf um merka bók.
(Niöurl.)
]eg átti tal við mann hjerna um daginn. Hann er hagorður
vel og höfundr góður. Kvaðst hann ekki geta fundið, að lág-
stuðlan væri neitt verri en hástuðlan og fallstuðlan, ef hún
væri eigi fegri og mýkri. Þótti mjer þetta undarleg málkend.
Við sjáum þó, hvernig á því stóð, að fornmenn gengu á
bug við lágstuðlan. Hún er að heita má, öfug við eðli máls-
ins. íslenzkan er svo ger, eins og allir vita, að henni fer bezt,
að það komi fyrst, sem þyngst er og veigamest. Bezt er að
jafnaði, ef unt er, að setja aðalsetningu svo, að hún verði á
undan aukasetningu eða aukasetningum, er fylgja henni. Þá
fer bezt á því, að gerandi standi framarlega í setningu. Orðin
hafa áherslu á fremstu samstöfu. Þetta er eðli málsins. Fall-
stuðlan er eftirmynd tvíliðar. En hástuðlan tekur braglið í
lágkveður, sem liggur inn á milli stuðla og verður því tvíefld.
Þetta ætti að vera öllum Ijóst.
Vil jeg nú benda á dæmi, er sýnir, hvers vegna menn, er
næma höfðu stuðlakend eða þekkingu á þessum hlututn, þoldu
eigi lágstuðlan:
Skaular/ faldi/
fanna/ háum./
Þegar sagt er »skautar« í ljóði þessu er fastar hefr róm-
öldur, — og það hafði hrynhendan, — þá er bragliður þessi
borinn fram með fullri áherzlu. Bragliður sá, er á eftir kemur,
hlýtr því ekki nema lágkveðu-áherzlu, þótt hann hafi stuðul-
staf. Orðið »faldi« rís í hákveðu. Fær það því aðal-áherzlu.
Þetta verðr til þess, að stuðlanin verðr eftirmynd öfugs tví-
liðar, sem er ekki að eðli málsins, eða með öðrum orðum:
stuðlanin gerist framlág, eins og orðið »ekkhí«. Hún setr
upp aftrhlutann, eins og hross, sem eys. Liggur við að segja,
að undirstuðull í lágstuðlan hafi gerst byltingasinni, hrundið
yfirstuðli af stóli og gert hann að undirtyllu sinni. Minnir
slíkt athæfi á Svika-Vilka og Göngu-Hrólf, þar sem sá, sem
meiri er, verðr þræll hins, sem er minni maðr. Og lítilmennið