Eimreiðin - 01.10.1927, Page 69
EIMREIÐIN
BRÉF UM MERKA BÓK
373
um« Keplers er himinhár eða með öðrum orðum: nákvæm-
lega eins mikill og munurinn, sem er á Kepler og mjer. Hið
eina, sem við eigum sammerkt, er þetta: Við styðjumst við
forna heimspeki, sem ekki er almennt viðurkend. Það er
alt og sumt.
Þetta er orðið langt mál. ]eg er hræddr um, að yðr sé
farið að leiðast masið. Sje jeg mjer ekki annað vænna, en
lofa því statt og stöðugt, að skrifa yðr aldrei slíka rollu sem
þessa.
Jeg þakka yðr svo aftr fyrir brjefið. Jeg geymi það með
öðrum merkum brjefum, er fjalla um bókina, »Hrynjandi ísl.
tungu*. Þau eru mjer gersemar, er jeg geymi í hirzlu, er
»Hrynjandisjóðr« heitir. Vona jeg, að hann reynist mjer
drjúgr að verðmætum, ef jeg lifi lengi.
Gifta allra góðra vætta veri með yðr. Með einlægri vin-
semd og virðingu yðar
Sig. Kristófer Pjetursson.
Athugagrein við framanprentað bréf.
Eftir dr. Sigfús Blöndat.
Bréf Sigurðar sáluga, sem prentað er hér að framan, kom mér í
talsverðan vanda. — Því meira sem ég las í bók hans og því betur sem
ég reyndi að kynna mér málið, varð mér æ ljósara og ljósara, hvað
afar-erfitt þetta í rauninni er. Nú er það svo að vísu, að Sigurður hef-
ur hér rutt nýja braut með bók sinni, vakið athygli allra á því, að hér
er um mikla og merka grein íslenzkrar málfræði að ræða, sem enginn
hefur fengist við á undan honum; — en hins vegar leynir það sér ekki,
að hann hefur ekki staðið eins vel að vígi og vera skyldi, þegar hann
reyndi að kanna ókunnar slóðir. Því er auðvelt fyrir þá, sem hafa meiri
þekkingu í almennri bragfræði, að finna ýmislegt, sem betur mætti fara,
og sumt af því er þess eðlis, að það dregur á eftir sér breytingar á
ýmsum kenningum hans.
Aður .en ég fer út í einstök atriði í bók hans, vil ég nú samt snúa
mér að nokkrum spurningum, sem hann beinir að mér í bréfinu.
Bók sú eftir Friedrich Blass, sem ég aðallega áfti við, heitir „Die