Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 76
380
ÞJÓÐNÝTING Á ENGLANDI
EIMREIDIN
»Sigur þjóðnýtingarinnar* (The Triumph of Nationalization),
svo að titillinn ber það með sér, hverja skoðun höf. hefur á
málinu. Hún er 276 blaðsíður í stóru brofi, svo að það liggur
í augum uppi, að ég get minst sagt af því, sem í henni
stendur. En ég get að minsta kosti vakið athygli á henni,
þeirra er kynnu að vilja kynna sér betur þetta merkilega mál.
Ég get ekki gert Iesendum Eimreiðarinnar grein fyrir öll-
um þeim ástæðum, sem að því lágu, eftir frásögn höfundar-
ins, að Bretar neyddust til þess að gera gagngerða breytingu
á þjóðarskipulagi sínu á ófriðartímunum, koma upp að mjög
miklu leyti jafnaðarmensku-fyrirkomulagi. Qamla skipulagið,
sem grundvallað var á hugsjóninni um »frjálsa samkepni*,
reyndist blátt áfram ónothæft. Ég ætla að tilfæra að eins eitt
sýnishorn úr bókinni:
»Þegar ófriðurinn hófst, voru kaupmenn landsins að reka
sín venjulegu viðskifti — flytja inn vörur, flytja þær út og
skifta þeim á innanlands markaðinn. Ekki var nein skynsemi
í því að búast við því, að hver þessara kaupmanna mundi
tafarlaust fara að halda rannsókn yfir sjálfum sér, til þess að
íhuga, hvort viðskifti hans væru eða væru ekki nauðsynleg
landinu á ófriðartímum, og hvort hann ætti að halda þeim
áfram eða hætta þeim. Kaupmaðurinn beið því eftir fyrirmæl-
um frá stjórninni, og þau fyrirmæli voru lengi á leiðinni, því
að kenningin, sem stjórnin fór eftir var sú, að alt ætti að
láta afskiftalaust.
»Afleiðingin varð sú um langan tíma, að þjóðin þjáðist
þunglega af einstaklings-rekstrinum. Meðal annars er frá þessu
að greina:
a. Þjóðin flutti inn mikið af vörum, sem hún þurfti ekki,
vörur, er tóku upp rúm í skipum, sem hefði átt að nota
til nauðsynja.
b. Þjóðin lagðist undir höfuð að flytja inn mikið af vörum,
sem hún hafði tilfinnanlega þörf á.
c. Jafnvel eftir að nauðsynjavörur höfðu verið fluttar inn í
landið, voru þær oft fluttar út aftur, til gróða fyrir ein-
staka menn og til þess að minka vörubirgðirnar í landinu.
d. Brezkir menn sendu, stundum óafvitandi, stundum af