Eimreiðin - 01.10.1927, Side 78
382
ÞJÓÐNÝTING Á ENGLANDI
EIMREIÐIN
Höf. sfyður sfaðhæfingar sínar um það fvent: hve mikla
framleiðslu stjórnin hefði fengið með rekstri sínum og hve
mikill sparnaðurinn hefði orðið, með því, er virðist vera óræk
sönnunargögn — þar á meðal með vitnisburðum ráðherranna
sjálfra, sem þeir létu uppi, þegar verið var að afnema þjóð-
nýtinguna og hverfa aftur að einstaklingarekstrinum. Stjórnin
naut aðstoðar ágætra kaupsýslumanna.
Um rannsóknarstarf það, sem farið hafi fram undir þessari
stjórnar-forystu, segir höf., að aldrei verði nógu miklu lofs-
orði á það lokið. Stundum sé sagt, að ríkisvaldið geti aldrei
átt frumkvæði að neinu, og að það sé eingöngu framtakssemi
einstaklinganna, sem geti endurbætt iðnaðargreinirnar og veitt
þeim þroska. Með þessu starfi hergagna-ráðuneytisins, er unnið
hafi verið í þeim örðugleikum, sem aldrei komi fyrir á friðar-
tímum, sé þeirri staðhæfing að fullu svarað, enda hafi vísinda-
starfsemin í þjónustu framkvæmdalífsins aldrei fengið að njóta
sín jafn-vel.
Eitt af þeim dæmum, sem höf. tilfærir um það, hve þessi
stjórnarrekstur hafi gengið vel, er stórkostleg bifreiðastöð, sem
stjórnin kom upp, til viðgerða og geymslu á bílum. Þetta fyrir-
tæki mætti mikilli mótspyrnu, og sameiginleg þingnefnd beggja
málstofanna var sett til þess að rannsaka málið. Nefndin var
fyrirtækinu fráhverf, en vitnisburðurinn, sem kom fram við
yfirheyrslur nefndarinnar, benti svo ótvíræðlega í aðra átt en
skoðanir nefndarmanna fóru, að fyrirtækinu varð ekki unnið
mein að því sinni. Tekjurnar urðu gífurlegar, en einkennileg-
ast var það, að þegar sföðin var seld, fékk stjórnin fyrir hana
850 þúsund pundum meira en hún hafði kostað hana.
Þá telur höf. það afar mikilsvert, hve vandlega var lilið eftir
hag verkamanna á þessu þjóðnýtingartímabili. Hann telur það
afsakanlegt, þar sem við svo mikla örðugleika var að etja, þó
að stjórnin hefði lábð sitja við það, sem komið var á í því efni
eftir langvinnan iðnaðarrekstur einstakra manna. Þingið hafði
við og við verið að skifta sér af því máli, gefið út ýmsar
fyrirskipanir og stofnað málamynda eftirlit í því skyni að gera
hag verkamanna sæmilegan. En auðvaldið hafði að langmestu
leyti komið sér undan ráðstöfunum í þá átt, og vanrækslan
verið mjög almenn. Stjórnin kom meiru til leiðar í því efni á