Eimreiðin - 01.10.1927, Side 79
EIMREIÐIN
ÞJÓÐNÝTING Á ENGLANDI
383
þremur árum en fengist hafði framgengt á 5 mannsöldrum
undir einstaklinga-rekstrinum, segir höfundurinn. Og hann
gerir merkilega grein fyrir því, í hverju umbæturnar voru
einkum fólgnar.
Ekki er síður merkileg frásögn höf. um árangurinn af því,
að sljórnin tók að sér valdið á skipagöngunum. Englendingar
voru lengi að hugsa sig um þá breytingu — komu henni ekki
á fyr en ófriðurinn hafði staðið um 2]/2 ár. Tjónið af þeim
drætti telur höf. afskaplegt — nema fyrir skipaeigendur. Þeir
rökuðu saman fé, svo að fádæmum sætti. Skipaeign Englend-
inga þvarr svo tilfinnanlega við kafbátahernað Þjóðverja, að
engar líkur eru til þess, að Englendingar hefðu getað haldið
ófriðnum áfram, ef haldið hefði verið áfram með sama hætti
og fram undir árslok 1916.
Höf. sýnir fram á það mjög greinilega, hvert óhemju fjár-
tjón enska ríkið beið við það, að það átti ekki skipin, en að
þau voru eign einstakra manna, og hve mikið skipaeigendur
græddu. Eftir því sem skipin fækkuðu, urðu þau dýrari.
Stjórnin varð að borga eigendunum þau skip, sem fórust í
þjónustu hennar. Og borgunin fór ekki eftir því sem skipin
höfðu kostað, né eftir því, sem þau höfðu kostað að frá-
dreginni verðlækkun fyrir það, er þau höfðu gengið úr sér,
heldur eftir því, sem þau voru metin, þegar þau fórust.
Frá 4. ágúst 1914, þegar ófriðurinn hófst, og þangað til
vopnahléð komst á, greiddi brezka ríkið skipaeigendum fyrir
skip, sem farist höfðu, 104 miljónir punda. En þau höfðu
upphaflega ekki kostað nemi 51 miljón punda, og auk þess
stórkostiega gengið úr sér, síðan er þau höfðu verið smíðuð.
A sumum skipum varð gróði eigendanna miklu meiri en sem
þessu svaraði. Ef skip, sem kostaði 40 þúsund pund, var smíð-
að fáeinum árum fyrir ófriðinn, og því var sökt 1917, varð
stjórnin að greiða eigandanum um 150 þúsund pund.
Fyrir atfylgi og yfirráð stjórnarinnar varð öllu borgið.
Stjórnin lét smíða skip af hinu mesta kappi og gera við þau,
sem skemst höfðu. Þessar viðgerðir voru svo mikið verk, að
höf. segir, að alþýða manna hafi aldrei getað í því skilið. Og