Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 36
eimreiðin
Volga — Volga!
Hetjukvæðið um Stenka Rasin.
[Einhver hinna allra vinsælustu alþýðusöngva víðsvegar um Evrópu>
og reyndar víðar, er hetjukvæðið um Stenka Rasin. Kósakkinn Sstjenjka
= Stenka var ofurhugi mikill, víkingur og ræningi, en þó göfugmenni.
er vildi rétta hlut þeirra undirokuðu og kúguðu. — Að lokum beið
Stenka Rasin ósigur fyrir liði zarsins og var píndur og drepinn 1
Moskva árið 1671, ásamt bróður sínum. — Kvæðið hefur verið kvik-
myndað og sýnt víðsvegar um heim].
Móti zarsins mikla veldi
margur hlaut sín beygja kné.
Stórfurstarnir heimild höfðu
heimta skatta, taka fé.
Og þá menn ei goldið gátu,
grátt þá lék hin knýtta ól:
»Alþýðan er kúguð, kvalin!*
kveinað var um Rússlands ból.
Einn er þó, sem ekki hræðist
ógnir, hlekki, banaráð,
alþýðunnar verndarvættur
veglyndur, með hetjudáð;
Stenka Rasin, kappinn kunni,
kunngerir um Rússlands storð:
»Móti zarsins mikla veldi
megna’ ei tár né bleyði-orð«.
»Heyrið allir hraustir sveinar:
Hlekkjum kastið, slítið bönd!
Alt, sem fyrr var af oss tekið,
eigum vér í böðuls hönd.
Tökum fé vort, ruplum, rænum;
ráðumst á hin fjáðu þý. —