Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 72
422
SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA
eimreiðin
naviskar bókmentir og fylgdust vel með þeim. Nú er hér í
bókabúðum jafn mikið eða meira af enskum bókum en skandí-
naviskum, og ég hygg það ekki of mælt, að unga kynslóðin
sé kunnugri enskum og þýzkum nútíðar bókmentum en hinum
skandínavisku.
Menningaráhrifin, sem hingað berast nú, og mót sitt munu
setja á kynslóð þá, sem nú er að vaxa upp, eru miklu marg-
breyttari og koma miklu víðar að en áður. Af því leiðir aft-
ur, að dcnsku áhrifanna mun gæta minna, hlutfallslega að
minnsta kosti, og um leið áhrifa frá hinum skandínavisku
þjóðunum. Island fjarlægist þær. Það þarf eigi lengi um að
skygnast til þess að sjá það, að viðhorf yngri kynslóðar-
innar til Danmerkur og til Skandínavíu yfir höfuð er alt
annað en hinnar eldri.
Vér íslendingar höfum löngum talið oss til Skandínava.
Vér höfum ekki efast um að vér ættum heima í Norður-
landafjölskyldunni. Að vísu eru þúsund ár liðin síðan for-
feður vorir skildu við frændur sína á meginlandinu og flutt-
ust hingað út í hólmann. Það virðist ekki vera óhugsandi,
að þjóðareinkenni vor eða þeirra kunni að hafa breyzt eitt-
hvað á þeim tíma, ef til vill ekki óverulega. Og aðstæður að
öðru leyti kunna og að hafa breyzt. Má fljótlega benda a
eitt atriði, sem ekki er smávægilegt. Fyrir löngu er svo kom-
ið, að þeir skilja eigi vort mál og vér eigi þeirra mál, nema
eftir langan skólalærdóm. Með þessu er mikið djúp staðfest
milli vor og þeirra. Tungan er svo mikilvægt menningarat-
riði, að það er að minsta kosti hæpið, hvort hægt sé að tala
um sameiginlega þjóðlega menningu þjóða, er eigi skilja hver
aðra. En hér kemur margt fleira til greina, og eitt af því er
það, að kyn vort stendur víðar en á Norðurlöndum. Vér er-
um ekki kynjaðir þaðan nema í aðra ættina, og mannfraeði-
rannsóknirnar hafa sýnt, að vér höfum erft meira úr hinni
ættinni, vestrænu ættinni, en oss hefur grunað, og erum ólík-
ari frændum vorum hinum austrænu, vegna þeirrar blöndunar,
en vér höfum haldið. Þó eigi kæmi annað til en þetta tvent,
þá leiðir af því það, að samband vort við þá getur aldrei
orðið eins náið og samband þeirra sín á milli. En fleira er
hér á að líta, sem í sömu átt hnígur. Danmörk, Noregur oQ