Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Page 72

Eimreiðin - 01.10.1933, Page 72
422 SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA eimreiðin naviskar bókmentir og fylgdust vel með þeim. Nú er hér í bókabúðum jafn mikið eða meira af enskum bókum en skandí- naviskum, og ég hygg það ekki of mælt, að unga kynslóðin sé kunnugri enskum og þýzkum nútíðar bókmentum en hinum skandínavisku. Menningaráhrifin, sem hingað berast nú, og mót sitt munu setja á kynslóð þá, sem nú er að vaxa upp, eru miklu marg- breyttari og koma miklu víðar að en áður. Af því leiðir aft- ur, að dcnsku áhrifanna mun gæta minna, hlutfallslega að minnsta kosti, og um leið áhrifa frá hinum skandínavisku þjóðunum. Island fjarlægist þær. Það þarf eigi lengi um að skygnast til þess að sjá það, að viðhorf yngri kynslóðar- innar til Danmerkur og til Skandínavíu yfir höfuð er alt annað en hinnar eldri. Vér íslendingar höfum löngum talið oss til Skandínava. Vér höfum ekki efast um að vér ættum heima í Norður- landafjölskyldunni. Að vísu eru þúsund ár liðin síðan for- feður vorir skildu við frændur sína á meginlandinu og flutt- ust hingað út í hólmann. Það virðist ekki vera óhugsandi, að þjóðareinkenni vor eða þeirra kunni að hafa breyzt eitt- hvað á þeim tíma, ef til vill ekki óverulega. Og aðstæður að öðru leyti kunna og að hafa breyzt. Má fljótlega benda a eitt atriði, sem ekki er smávægilegt. Fyrir löngu er svo kom- ið, að þeir skilja eigi vort mál og vér eigi þeirra mál, nema eftir langan skólalærdóm. Með þessu er mikið djúp staðfest milli vor og þeirra. Tungan er svo mikilvægt menningarat- riði, að það er að minsta kosti hæpið, hvort hægt sé að tala um sameiginlega þjóðlega menningu þjóða, er eigi skilja hver aðra. En hér kemur margt fleira til greina, og eitt af því er það, að kyn vort stendur víðar en á Norðurlöndum. Vér er- um ekki kynjaðir þaðan nema í aðra ættina, og mannfraeði- rannsóknirnar hafa sýnt, að vér höfum erft meira úr hinni ættinni, vestrænu ættinni, en oss hefur grunað, og erum ólík- ari frændum vorum hinum austrænu, vegna þeirrar blöndunar, en vér höfum haldið. Þó eigi kæmi annað til en þetta tvent, þá leiðir af því það, að samband vort við þá getur aldrei orðið eins náið og samband þeirra sín á milli. En fleira er hér á að líta, sem í sömu átt hnígur. Danmörk, Noregur oQ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.