Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 60
EIMREIÐIN
Sambandslögin fimtán ára.
Þegar frumvarpið að sambandslögunum kom fyrir al-
menningssjónir, sumarið 1918, mátti segja að það ' fengi
góðar viðtökur. Ánægjan yfir því var þó eigi óblandin, hvorki
hér eða í Danmörku, og í báðum löndunum var nokkur
flokkur manna, sem var algerlega andstæður því og barð-
ist á móti því, að það fengi lagagildi. En þeir menn urðu
í miklum minnihluta, svo sem kunnugt er. í Danmörku
kvað meira að mótspyrnunni gegn frumvarpinu en hér. Þar
stóð einn af stjórnmálaflokkunum, íhaldsflokkurinn, óskiftur
gegn því. Hér á landi var það aðeins lítið brot af sjálfstæðis-
flokknum og fáeinir menn úr öðrum flokkum, sem greiddu
atkvæði gegn lögunum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eins og
vænta mátti voru ástæðurnar til andstöðunnar gegn frumvarp-
inu gagnólíkar hjá Dönum og íslendingum. Danir töldu frum-
varpið veikja samband landanna of mikið, ríkisheildin væri
rofin, ef það yrði að lögum, og Dannebrog hætti að blakta
yfir Islandi. Andstæðingar frumvarpsins hér á landi töldu það
hinsvegar ganga of skamt. Þeir töldu, að samkvæmt frum-
varpinu yrði sambandið of náið, enda munu þeir flestir hafa
viljað slíta því að fullu. Það voru þó einkum þrjú atriði í
frumvarpinu, sem þeim þóttu varhugaverðust, ákvæðið um
jafnrétti þegnanna, heimild Dana til þess að fara með utan-
ríkismál íslands og ákvæðin um uppsögn samningsins. Af
þessum rótum einkanlega reis mótspyrnan gegn frumvarpinu
bæði hér á landi og í Danmörku.
Því mun nú hafa verið svo varið um fjölda marga af
fylgismönnum frumvarpsins í báðum löndunum, að þeir voru
ekki allskostar ánægðir með það. En þeir Iitu svo á, að effir
því sem málum þá var komið, væri það í heild sinni viðun-
andi lausn á þessari langvinnu deilu milli þjóðanna. Þeir sætfu
sig því við þá galla, er þeim þóttu vera á frumvarpinu, og
væntu þess, að gott myndi af því leiða báðum þjóðunum til
handa, frumvarpið myndi gera sambúð þeirra í framtíðinni