Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 28
378 ÍSLENZK KIRKJ^; ) eimreiðin unnar og heimiuðu hlýðni við páfann í Am. 'Með kristni- boði sínu víkkuðu þeir út valdsvið rómansks stofns,í'. kendu öðrum þjóðum mál hans, siðu, hugsunarhátt. Sá tími va'r löpgu liðinn, þegar horft var í augu hvers manns og honum flutt- ur boðskapur Krists. Þegar hér er komið sögu, eru trúboðarnir aðeins auðsveipir þjónar rómversk-kristilegrar menningar, auka hvarvetna veg og völd Rómverjans yfir öðrum þjóðflokkum. Þegar múnkurinn Marteinn Lúther rís öndverður gegn boði hins heilaga föður í Róm, er í fyrsta sinn með veruleg- um krafti andóf hafið gegn veraldlegum yfirráðum Rómverjans yfir hugum germanskra kynþátta. Germanskur andi rumskar þá fyrst eftir margra alda sefjan, við austrænar töfraþulur og rómanskar kennisetningar, og heimtar fult frelsi til að hugsa sjálfstætt og leita guðsvilja eftir leiðum eigin samvizku. Rödd þessa germanska munks vakti gný um öll lönd og ólgu í brjósti hvers frjálsborins manns þess stofns, alstaðar þar sem ilmur suðrænna reykelsa hafði ekki vaggað til værðar hverri sjálfstæðri hugsun. Og hafist var handa. Ný kirkjudeild stofn- uð, dýrlingum steypt af stóli og biblían opnuð almenningi til fræðslu. Aftur var tilraun hafin til einstaklings-trúboðs innan kristninnar. En svo fóru leikar, að bylting þessi varð minni siðbót en hefði mátt vænta. Tímar frjálsrar hugsunar voru enn ekki komnir. Hinn óháði leitandi andi, sem birtist í fasi og hugsunarhætti Lúthers, sem hikaði ekki við að brjóta boð heilagrar kirkju, til þess að svívirða ekki það heilagasta í eðli sínu, beið ósigur fyrir drottinvaldi kennisetninga og fyrirskip- aðra játninga. I stað óskeikuls páfa kom óskeikul bók, sem túlkuð var samkvæmt vissum reglum. Eftir þennan ósigur hefur kirkjan verið lengi að ná sér, og sést vart fyrir enda þess enn. Því ennþá heyja þeir baráttu innan prótestantiskrar kirkju andinn frá Róm og andinn frá Worms, þ. e. undirokunarandi kennivaldsins og hinn leitandi, frjálshugsandi andi. II. Hér á landi var trúboð rekið með svipuðum hætti og ann- arsstaðar — og kirkjan var mótuð samkvæmt lögum og ven]- um hinnar almennu kirkju. Eins og alda, risin úr djúpum ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.