Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 16
366
A. KIELLAND OQ GESTUR PÁLSSON eimreiðin
þetta atriði. Hér er því ekki nema um tvent að gera: annað-
hvort hefur þeim báðum dottið hið sama í hug, eða báðir
hafa tekið hugsunina að láni frá þriðja manni, og þykir mér
það jafnvel sennilegast, þótt ekki geti ég bent á fyrirmyndina.
Þetta er kaflinn, þar sem Þorvarður gamli er að leggja
Sveini lífsreglurnar og tekur hundana til fyrirmyndar: »Það
er manni sjálfum að kenna, ef allir eru á móti manni. Eina
lífsreglu hef ég tamið mér alla mína daga, og það er að
lúffa; það er dýrmætt að kunna að lúffa, lúffa fyrir öllum,
sem einhver völd og einhver efni hafa. Auðmýktin er mikil
guðs gjöf fyrir þá, sem lágt erum settir í veröldinni, eins og við,
Sveinn. Hefurðu tekið eftir hundunum? Þeir kunna að lúffa*-
Með þessa kenningu bak við eyrað leggur Sveinn í atvinnu-
Ieit út í bæ. En honum bregst bogalistin. Og hjá einum em-
bættismanninum, sem hefur á sér almenningsorð fyrir hjálp'
semi og manngæzku, fær hann jafnvel svoleiðis viðtökur, að
hann gleymir hundseðlinu og rýkur út í fússi. Minna athuga-
semdir þessa embættismanns ekki alllítið á dóma »heldri
mannanna* um þau ungu hjónin í Erotik og Idyl, og vera
má að Gestur hafi leiðst af embættismannahatri Kiellands til að
skapa þennan reykvíkska heldri mann, sem Einari Hjörleifssym
þótti ótrúlegur í ritdómi, sem hann skrifaði um bókina í Lögbergi-
En hvað sem því líður, þá er það víst að mjög svipu^
skoðun á hundinum kemur fram í grein Kiellands lAennesker
og Dyr, er út kom í samnefndri bók 1891, þrem árum efhf
að bók Gests kom út. Þar segir svo:
»Uheldigt er det ogsaa, at det Dyr som Menneskene meS^
beskjæftiger sig med, skal være Hunden.
Thi Hunden, som af Naturen tilhörer en af de falskeste
og feigeste Dyregrupper — Ulven, Ræven, Chakalen og hg-
nende — har ved den lange Omgang med Menneskene tabt
Mesteparten af den Intelligens, som Kampen for Tilværelsen
udvikler hos det frie Dyr, medens den saa höjt beundrede
og overvurderede Klogskab i Virkeligheden ikke er andet
end Ting, den i Generationers lange Löb har lært i Træl'
dom hos Mennesket.
Alle Hundens Dyder beror paa den uopslidelige Evne ti
at underkaste sig....