Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 82
432
EFTIRKOST
eimreiðin
Haraldur og Aðalgeir heyra, að einhverjir koma framan
gólfið í rökkrinu og setjast í auðu sætin. Allir menn festa
augun á myndinni. Hún er afbragðs leiðarvísir í daðri.
Þáttaskifti. Og það glóbirtir í húsinu. Aðalgeir Arnason
lítur um öxl í sæti sínu. Gæti ekki skeð að hann þekti þarna
eitthvert andlit? ]ú, það gat vel verið.
Inga! Hann fær suðu fyrir eyrun. Inga situr á bekknum
fyrir aftan þá. Það var hún, sem kom inn eftir að dimdi. Og
hjá henni er hávaxinn maður, ljóshærður með ör á enninu.
Hann virðist hvorki ungur eða gamall. Eftir henni og honum
biðu auðu sætin. Eða réttara sagt: eftir honum og henni.
Inga situr innar. Og sessunautur hennar hefur fært sig mjög
nærri, svo nærri að endinn á bekknum er alveg auður. Aðal-
geir sér, að fótleggirnir koma þétt saman og hnén. Og ljós-
hærði maðurinn hallast hlýindalega að Ingu. Inga er með föl-
ara móti. En þegar hún kemur auga á Aðalgeir, hrekkur
hún við og eldroðnar. Maðurinn með örið færir sig frá af
mestu kurteisi.
Inga er dálítið púðruð á vöngunum. Það er sýnilegt að hún
er því óvön. Það ber ósmekklega mikið á því, einkanlega
þegar hún roðnar svona afskaplega. Þetta drifhvíta dust V\QS'
ur yfir andlitinu eins og héla á lifandi blómi.
Aftur koma ósýnilegar hendur og taka ljósin af lífi. £n
Harald furðar á einu: Aðalgeir er alt í einu orðinn svo
glaðvær og hressilegur, sítalandi lof og last um leikinn. Þegar
seinasta þætti lýkur, stendur Inga snögglega á fætur, geng-
ur hratt fram að dyrunum og smeygir sér inn í mannþröng-
ina. Maðurinn með Ijósa hárið fer í humátt á eftir. Aðalgeir
sér að fundum þeirra ber saman. Og maðurinn með örið
yrðir á Ingu. Aðalgeir heyrir ekkert. En hann veit að fylgdar'
maðurinn spyr hana, hvort þau verði ekki aftur samferða.
Hún neitar því þurlega og lítur ekki á hann.
Nú losar Aðalgeir sig við Harald með lagi. Ákafleg löngun
og æsandi hefur gripið hann. Hann vill sýnast fyrir IngUi
sannfæra hana um, að nú orðið sé honum sama um hana,
gersamlega sama. Þessu verður hann að ljúga. Nú treystn
hann sér til þess. Hann verður að svala sér. Hann verður
að hefna sín. — Annað eins, hugsar hann. Hún situf