Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 28
378 ÍSLENZK KIRKJ^; ) eimreiðin
unnar og heimiuðu hlýðni við páfann í Am. 'Með kristni-
boði sínu víkkuðu þeir út valdsvið rómansks stofns,í'. kendu
öðrum þjóðum mál hans, siðu, hugsunarhátt. Sá tími va'r löpgu
liðinn, þegar horft var í augu hvers manns og honum flutt-
ur boðskapur Krists.
Þegar hér er komið sögu, eru trúboðarnir aðeins auðsveipir
þjónar rómversk-kristilegrar menningar, auka hvarvetna veg og
völd Rómverjans yfir öðrum þjóðflokkum.
Þegar múnkurinn Marteinn Lúther rís öndverður gegn
boði hins heilaga föður í Róm, er í fyrsta sinn með veruleg-
um krafti andóf hafið gegn veraldlegum yfirráðum Rómverjans
yfir hugum germanskra kynþátta. Germanskur andi rumskar þá
fyrst eftir margra alda sefjan, við austrænar töfraþulur og
rómanskar kennisetningar, og heimtar fult frelsi til að hugsa
sjálfstætt og leita guðsvilja eftir leiðum eigin samvizku. Rödd
þessa germanska munks vakti gný um öll lönd og ólgu í
brjósti hvers frjálsborins manns þess stofns, alstaðar þar sem
ilmur suðrænna reykelsa hafði ekki vaggað til værðar hverri
sjálfstæðri hugsun. Og hafist var handa. Ný kirkjudeild stofn-
uð, dýrlingum steypt af stóli og biblían opnuð almenningi til
fræðslu. Aftur var tilraun hafin til einstaklings-trúboðs innan
kristninnar. En svo fóru leikar, að bylting þessi varð minni
siðbót en hefði mátt vænta. Tímar frjálsrar hugsunar voru
enn ekki komnir. Hinn óháði leitandi andi, sem birtist í fasi
og hugsunarhætti Lúthers, sem hikaði ekki við að brjóta boð
heilagrar kirkju, til þess að svívirða ekki það heilagasta í eðli
sínu, beið ósigur fyrir drottinvaldi kennisetninga og fyrirskip-
aðra játninga. I stað óskeikuls páfa kom óskeikul bók, sem
túlkuð var samkvæmt vissum reglum.
Eftir þennan ósigur hefur kirkjan verið lengi að ná sér, og
sést vart fyrir enda þess enn. Því ennþá heyja þeir baráttu
innan prótestantiskrar kirkju andinn frá Róm og andinn frá
Worms, þ. e. undirokunarandi kennivaldsins og hinn leitandi,
frjálshugsandi andi.
II.
Hér á landi var trúboð rekið með svipuðum hætti og ann-
arsstaðar — og kirkjan var mótuð samkvæmt lögum og ven]-
um hinnar almennu kirkju. Eins og alda, risin úr djúpum ein-