Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 60

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 60
EIMREIÐIN Sambandslögin fimtán ára. Þegar frumvarpið að sambandslögunum kom fyrir al- menningssjónir, sumarið 1918, mátti segja að það ' fengi góðar viðtökur. Ánægjan yfir því var þó eigi óblandin, hvorki hér eða í Danmörku, og í báðum löndunum var nokkur flokkur manna, sem var algerlega andstæður því og barð- ist á móti því, að það fengi lagagildi. En þeir menn urðu í miklum minnihluta, svo sem kunnugt er. í Danmörku kvað meira að mótspyrnunni gegn frumvarpinu en hér. Þar stóð einn af stjórnmálaflokkunum, íhaldsflokkurinn, óskiftur gegn því. Hér á landi var það aðeins lítið brot af sjálfstæðis- flokknum og fáeinir menn úr öðrum flokkum, sem greiddu atkvæði gegn lögunum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eins og vænta mátti voru ástæðurnar til andstöðunnar gegn frumvarp- inu gagnólíkar hjá Dönum og íslendingum. Danir töldu frum- varpið veikja samband landanna of mikið, ríkisheildin væri rofin, ef það yrði að lögum, og Dannebrog hætti að blakta yfir Islandi. Andstæðingar frumvarpsins hér á landi töldu það hinsvegar ganga of skamt. Þeir töldu, að samkvæmt frum- varpinu yrði sambandið of náið, enda munu þeir flestir hafa viljað slíta því að fullu. Það voru þó einkum þrjú atriði í frumvarpinu, sem þeim þóttu varhugaverðust, ákvæðið um jafnrétti þegnanna, heimild Dana til þess að fara með utan- ríkismál íslands og ákvæðin um uppsögn samningsins. Af þessum rótum einkanlega reis mótspyrnan gegn frumvarpinu bæði hér á landi og í Danmörku. Því mun nú hafa verið svo varið um fjölda marga af fylgismönnum frumvarpsins í báðum löndunum, að þeir voru ekki allskostar ánægðir með það. En þeir Iitu svo á, að effir því sem málum þá var komið, væri það í heild sinni viðun- andi lausn á þessari langvinnu deilu milli þjóðanna. Þeir sætfu sig því við þá galla, er þeim þóttu vera á frumvarpinu, og væntu þess, að gott myndi af því leiða báðum þjóðunum til handa, frumvarpið myndi gera sambúð þeirra í framtíðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.