Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN skattarnir og þjóðarbúskapurinn
15
Þessi stefna byggist á því, a3 ríkisvaldið leggur blessun sína
yfir það, að aðalatvinnuvegur landsmanna sé rekinn með stór-
tapi og að atvinnurekendum sé greitt tapið úr ríkissjóði. En til
þess að standast þessi útgjöld, leggur ríkisvaldið á nýja skatta,
beina og óbeina. Þessi stefna kemur víðar fram en í sambandi
við fiskábyrgðarlögin. Hún kemur fram í allskonar styrktarstarf-
semi, sem ríkissjóður er gerður aðili að. Svo virðist sem þessi
stefna sé nú aðeins að hefja göngu sína, því að enn mun Alþingi
yera að leita að nýjum skattaleiðum til þess að standa undir
þeini gjöldum, sem ríkissjóði er áætlað að bera.
Sú bylting, sem þessi stefna er líkleg að valda, er fólgin í því,
að skattheimtan fer út í öfgar og þrengir svo að fjárhag skatt-
begnanna, að atvinnurekstur, annar en ríkisrekstur, getur ekki
haldizt í liorfinu og því síður hafið nýtt framtak. Ríkisvaldið
dregur til sín rekstursféð í landinu og notar það í opinberan
rekstur og til styrkveitinga handa framleiðslunni. Á þann hátt
verða aðalatvinnuvegimir liáðir íhlutun ríkisvaldsins og jafnvel
hundnir ríkissjóði fjárhagslega. Þegar svo er komið, væri það
létt verk hverri ríkisstjórn, sem til þess liefði vilja, að þjóðnýta
sjavarútveginn, sem þegar er illa staddur fjárhagslega, með dýr
tæki í skuld og er kominn upp á náð ríkisvaldsins um reksturinn.
Ef sjávarútvegurinn yrði þjóðnýttur, er hætt við að annar rekstur
feri fljótt sömu leiðina. En stærsta hættan, sem yfir vofir í þessu
efai, er sú, að þegnarnir tapi áhuga fyrir öllu framtaki í fram-
leiðslunni, sem þjóðin þarf að lifa á.
Álþingi virðist ekki gera sér glögga grein fyrir því, hvert
®tefnir í þessum málum. Það samþykkir síhækkandi fjárlög frá
ari til árs, jafnframt því sem það verður að heyja örlagabaráttu
við verðþensluna í landinu. Það leggur á nýja skatta, jafnframt
því eem það heitir á þegnana að færa sérstakar fórnir til þess
stöðva dýrtíðina. Þessar fómir eru einhliða, vegna þess að
10Sgjafarvaldið, sem ræður ríkisgjöldunum, virðist enga kröfu
gera til sjálfs sín. Það heimtar aukna skatta, þótt mælirinn sé
‘Ullur, til þess að auka fjárstraumiim úr ríkissjóði, sem verður
öýtt vatn á mylnu dýrtíðarinnar. Á þenna hátt verða skattamir
1 höndum löggjafarvaldsins að hættulegu vopni, sem ógnar hags-
t^unum þjóðarinnar.