Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 75
eimreiðin
AF BLÁUM BLÖÐUM
63
svo nálægt, að nú þegar „megi nálega heyra duna framundan
fossana, sem mannkynið mun farast í, ef ekki verður þess auðið,
að breyta um stefnu“ (A Meaning to Life, s. 9).
m.
Þá skal enn getið tveggja bóka, sem mér virðast mjög lík-
legar til að eiga það skilið, að vera kallaðar bjálpvænlegar. Bækur
þessar eru eftir ítalskan liáskólakennara, Enzo Lolli, sem virðist
bafa verið mjög ljómandi gáfumaður. Hann fórst, því miður,
undir styrjaldarlokin, aðeins fimmtugur. Hafði bann þá nýlokið
viS seinni bók sína, sem heitir: The Irradiation of Life and
Thought. Hin bókin heitir: Tlie Inductive Conception of Life.
Ég hef því miður ekki getað náð í þessar bækur ennþá, en
fyrirsagnimar nægja til að sýna, að þarna er um óvanalega
nierkilegar bækur að ræða. Og ég vil ekki láta dragast að minnast
® þær, m. a. vegna þess, að orð mín gætu ef til vill orðið til þess,
að einhver Islendingur, sem á Bretlandi dvelur, eða þangað kem-
Ur, veitir þeim fremur eftirtekt.
Bókarbeiti þessi benda mjög eindregið í þá átt, að þar sé verið
a líkri leið og lagt er á með liinni nýju, íslenzku heimspeki,
býper-zóismanum, og að það, sem prófessor Lolli lxefur skrifað
Um geislan og magnan í sambandi við líf og vit, muni því geta
°rðið' til að greiða fyrir réttum skilningi á eðli draumlífsins, og þar
með uppgötvun lífsambands stjarna á milli. Væri þá mikið unnið.
En um efni bókanna og efnismeðferð höfundar hef ég séð þetta
8agt: „Dr. Lolli’s ideas are both stimulating and original, ex-
pressed in a style of cultured charm and unexcelled brilliance“.
Er þarna sagt, að efni bóka dr. Lollis sé frumlegt og vel lagað
til að örva hugsun lesandans, en frá því skýrt af svo ljómandi
ritsnilld, að þar liafi ekki verið meir en jafnast við (og þó er um
að raeða ritsnilld á máli, sem ekki er móðurmál böfundarins).
. ^*Vl verður ekki móti mælt, að lof eins og þetta er vel lagað
1 að glæða lijá oss þá von, að í bókum þessum kunni að vera
eittbvað af þeim nýju bugsunuin, sem ýmsir hafa fundið, að þessa
tima vanhagar svo mjög um. Og ef það er satt sagt, að málsmeð-
erðin sé svo að af ber snjöll, þá virðist óhætt að gera ráð fyri
Vl» að sjálft málefnið sé meir en í meðallagi merkilegt.
ir