Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 34
22
VOMURINN KEMUR
eimreiðin
Nei, ég leit ekki við Jóni á Hrynjanda, heyrði ekki meira en
þetta af spumingunni.
Svo var það Höskuldur:
— Var hann nokkuð að segja?
— Hann var að nefna ritu! Ég lét þetta duga.
— Greinilegur núna, ei þó sperðillinn! Og Höskuldur gamli
vatt sér við og fór að keipa — rykkirnir óvenju harðir og grett-
urnar eftir því.
En þar kom nú Markús upp, staðnæmdist, hélt báðum höndum
í dyrastafinn. Og þama kom sjálfur Ari Dagbjartur upp í gatið,
en stanzaði þar. Báðir horfðu til lofts — og til hafs. Nú fór stýri-
maður til þeirra — bara orðið eins konar herforingjaráð ... Og
hvað var nú þetta? Það var komið upp miðseglið á skonnortunni,
sem lengst var til hafs — og ... já, það var verið að draga upP
stafnhyrnu og stagsegl!
Nú bentu þeir, Markús og yfirmennirnir. Og svo þoldi ég þá
ekki lengur mátið. Ég setti færið fast á vaðbeygjuna og hraðaði
mér aftur eftir. Og á liæla mér kom Siggi, jafnaldri minn, af
bógnum.
— Þeir eru vitaskuld farnir að heyra í lionum, þeir á Önnu
Torjhildi, hafa kannski líka séð hann úr vantinum, lieyrði ég
Markús segja ... Þama kemur fyglingurinn okkar! Og hann
skmmskældi sig framan í Sigga.
Ari Dagbjartur leit á Sigurð, vék til höfði örsnöggt, svo sem
hans var vandi.
— Já, skrepptu upp, Siggi, — vittu hvort þú sérð nokkuð til
hafsins — ég á við: nokkuð sérstakt ... En mundu að fara var-
lega, glanninn þinn!
Hann hefði getað sparað sér seinustu orðin, blessaður skip-
stjórinn okkar, því að Siggi var rokinn til þess að vita, hvort
hann sæi ekki neitt sérstakt.
Ég horfði á hann, þar sem hann þaut upp reiðann — eins og
köttur upp snúrustólpa — en öðru hverju leit ég á tunglið 1
hnakkanum á Ara Dagbjarti — var vaxandi tungl, var orðið
stærra en í fyrra — eða ég livarflaði augum að hinum rangeyga,
en að því er virtist dulskyggna vísdómsmeistara. Ha — rituna?
Lízt ekki á rituna, hafði hann sagt. Og allt í einu minntist eg
þess, að ég hafði lesið, að einhverjir spádómsvitringar fyrri alda