Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 45
eimreiðin
SÖNGUR VALBORGAR
33
Er mig dreymir okkar vegi,
um mig streymir sælan mesta.
Honum gleymir hjartað eigi.
Honum geymi ég allt það bezta.
Ég er teit og ör í geði,
ekki skeyti heimskra ráðum.
Ég er heit af hjartans gleði.
Hann ég veit, að kemur bráðum.
Nornir móðugt strengi stilla,
— stöðvast glóð og eyðist litur —
sveininn góða af vegi villa.
Valborg hljóð við rokkinn situr.
Jón Jónsson, Skagfiröingur.
Nú hvílir jörðin.
(KliÖhenda).
Nú hvílir jörðin, lífsins milda móðir,
í mjallarlíni, köld og stirð og dáin —
og horfir sjónum brostnum út í bláinn,
en börnin hennar reika dimmar slóðir.
Nú eru allir sumarsöngvar hljóðir,
en sorgarómar kveina yfir náinn,
er kaldur vindur strýkur fölnuð stráin,
en stjörnunóttin felur dagsins glóðir.
En sálin horfir djúpt í húmsins vök,
með helgri ró í lífsins grafarhvelfing —
hún á að baki alda reynsluspor —
°S' hefur lesið ragna þeirra rök,
er röðlum stýra, og þekkir enga skelfing,
en sér: á eftir vetri kemur vor.
Jón Jónsson, Skagfirðingur.
3