Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN „ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“ 57
í kringum okkur livers konar gripum, en við förum að öllu rólega
og þjörkum um verðið, og þegar henni verður ljóst, að við erum
engir auðkýfingar, heldur efnalitlir, skagfirzkir piltar, lætur liún
síga kaupkonugrímuna og er hin móðurlegasta! Og úttekt okkar
varð langmest hjá önnu gömlu — en svo hét konan, — og
vorum við daglegir gestir lijá henni eftir þetta. Bað hún mig
að skilnaði að minnast sín norður á Islandi, ef ég kæmist í kynni
við væntanlega suðurfara, og geri ég það liér með. Nafn hennar
og lieimilisfang er: Anna Anastasio, Marina Grande 88, Capri.
Ýmsum fleiri verzlunarkonum kynntumst við þennan dag og
næstu daga. Voru þær allar ræðnar, alúðlegar og skemmtilegar,
en ódýrust urðu kaupin hjá Önnu gömlu, og málbeinið liðugast
á Ljósku, er við svo kölluðum; voru þó allar mælskar. Er við
að gamni okkar sögðum, að þetta eða liitt væri svikið, hrópaði
hún upp: „Wliat a liar! You are always lying! I never saw such
a fool!“ (En sá lygari! Þú gengur síljúgandi! Ég hef aldrei séð
annað eins flón!) En þetta var aðeins í nösunum á lienni; liún
hló og fór að rahba við okkur um fjarskyldustu liluti, um leið
og linútunni var kastað.
Nú verð ég, rúmsins vegna, að fara fljótt yfir sögu, þótt margs
sé að minnast frá Caprivistinni og dvöl okkar í Pompeji 8Íðar,
en þaðan lá svo leiðin aftur til Norður-Ítalíu, og dreif margt á
daga okkar þar — en það er sem sagt önnur saga.
Dagiim eftir spurðum við eftir skeyti nokkum veginn á klukku-
stundar fresti, en allt sat við sama. Næstu daga borðuðum við því
lítið, þar sem við vildum ekki stofna til frekari skulda á gisti-
húsinu og draga þannig úr tilhlökkuninni yfir févoninni. Alltaf
áttum við þó aura til að kaupa fyrir vínber — og ölsopa hjá La
Bella Aprea, gyðjunni með svörtu augun, sem gekk um beina
á fallega stéttarkaféinu niðri á ströndinni.
Loks símaði Haraldur til Hálfdáns. Kom þá upp úr kafinu,
að hraðskeytið okkar liafði verið tímana tvo á leiðinni, var alveg
nýkomið, og liafði Hálfdán lagt fyrir ritarann að senda síma-
ávísun, umbeðna upphæð 15000 lírur. Spurði hann, hvort við
vildum ekki 20.000, því að alltaf væri gott að eiga einu þúsundinu
fleira en færra. Við gleyptum við þessu góða boði ræðismanns
í trausti þess, að við gætum goldið greiðann, er til Genóva kæmi,
°g 8Ú von rættist, en við stöndum ennþá í þakkarskuld við hann