Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 37
eimreiðin
VOMURINN KEMUR
25
þeir aS heisa á tveimur af kútterunum — og ... HvaS var þetta?
Þeir voru búnir a3 setja út bátinn á önnu Torfhildi! ... Nú fór
niér að hitna á enninu ... Mikið, að þeir skyldu geta staðið og
bangið í færunum, Höskublur og Jón — sjá þó til okkar!
Þar kom Ari Dagbjartur upp; var búinn að setja upp kaskeiti,
kominn í treyju og stígvél. Hann var liæglátur í hreyfingum, en
var orðinn rauður í framan, og bann var venju fremur starevgur.
— Dragið upp, piltar! Vektu stjómborðsvaktina, Markús! Svo
leysum við rifið úr stórseglinu, sláum lognklýfnum undir og náum
toppseglinu upp úr lestinni!
Um þetta leyti árs var það einungis sjaldan — og þá aðeins
á inn- eða útsiglingu í iðilgóðu veðri — að Ari Dagbjartur notaði
etærsta brandseglið og toppsegl, og væri ekki sérstæð kjaratíð,
bafði hann vanalega stórseglið einrifað, þegar verið var um bríð
á sömu slóðum.
Allir brugðu við — nema ég, og ég olli því, að bjá hinum varð
það ekki nema viðbragðið í bili. Ég sagði:
"— Heyrið þið niðinn? Og nú hlunkur, dynur — nú aftur!
Hinir lögðu eyrun við.
'— Ég heyri það! Sigurði var mikið niðri fyrir.
Og 8týrimaðurinn kinkaði þannig kolli, að auðsætt var, að hann
beyrði þetta líka.
Og svo var þá haldið af stað fram þilfarið.
Ari Dagbjartur fór fram að skipsbátnum, stóð þar og beið;
varð ekki merkt, að yfir honum væri nein óró. Hann var ekki
lengur rauðari í andliti en venjulega — aðeins þetta: augun
Voru nijög starandi. Markús gamli fór niður í básetaklefann, við
^iggi að færunum okkar.
' Draga upp! kallaði ég.
' Draga upp! kallaði Siggi.
Þeir störðu báðir á mig, Höskuldur gamli og Jón á Hrynjanda.
Jón hallaði höfði, hlustaði, kipptist síðan við, beit á vör, fór að
^Uaga inn færið — þegjandi. Höskuldur glennti upp á mig augun,
ferlegur, óhugnanlegur.
Hvað er urn að vera, ha? gall bann við, og röddin brast
a ha-inu.
®g bara benti á skipin, sem búin voru að vinda upp seglin,
°g síðan benti ég í norðvestur.