Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 17
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
5
Finnland er nú á vegamótum. Litlar líkur eru til, að því
takist aS umflýja svipuð örlög og Rúmenía, Búlgaría, Ung-
verjaland og önnur austur-evrópisk ríki.
Á sama tíma og þessu fer fram, byggja Vestur-Evrópu-
ríkin síauknar vonir á Marshall-tillögunum svonefndu. Jafn-
framt eykst tillögu Churchills um bandaríki Evrópu fylgi,
°g ráðstefna stendur nú fyrir dyrum um það mál. Ef hug-
mynd Churchills kemst í framkvæmd, þá yrðu a. m. k. fjórar
stórar ríkjaheildir uppi í heiminum: Brezka alríkið, Banda-
ríki Norður-Ameríku með Suður-Ameríkuríkin við hlið
sér, samkvæmt Monroe-kenningunni, Ráðstjórnarríkin
asamt Austur-Evrópuríkjum þeim, sem stjórnað er frá
Moskva, og loks Bandaríki Evrópu samkvæmt hugmynd
Churchills. Hvar mundi islenzka ríkið slcipa sér í þessu fjór-
falda þjóðasafni? Ekki mundi það geta staðið utan við þau
öll fjögur. Allir sannir íslendingar mundu, að athuguðum
öllum aðstæðum, kjósa að skipa sér í flokk hinna vestrænu
Pjóðaheilda. Því sagan sjálf hefur þegar svarað spurningunni
Ur)i, hvar í flokki vér hljótum að standa, og það svar er svo
Oreinilegt, að á gleggra verður ekki kosið. Lega lands vors,
SaíJa þess og vestræn frelsisliugsjón staðfesta, að svarið
Oetur ekki orðið nema á einn veg.
UTANSTEFNUR og alþjóðaráð.
. Síðan aftur opnaðist meginland Evrópu, eftir vopnahléið
1 heimsófriði þeim, sem enn geisar, hefur borið mikið á
utanstefnum héðan á ýmsa fundi og þing erlendis, einkum
a Norðurlöndum. Það yrði langur listi, ef telja ætti upp
allar þxr utanferðir, en ekki ófróðlegur, einlcum ef fylgdi
nakvsem skrá um allan þann erlendan gjaldeyri, sem farinn
er 1 þetta flakk á þeim hörmungatímum gjaldeyr'isskorts,
Seni nú lifum vér á. Utanstefnur hafa oft reynzt oss íslend-
lngum til ógæfu og óþurftar. Um margar þessar utanstefnur
nu á dögum, sem oft ganga undir nafninu heimboð, verður
vart annað sagt en að þær séu gagnslausar, og ef til vill
nieinlausar, flestar. En það lítur út fyrir, að sumir telji það
e%nhverja auglýsingu á nýfengnu sjálfstæði landsins, að vér