Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 30
18
VOMURINN KEMUR
EIMREIÐIN
Ég sagði ekki neitt, blés bara þungan. Það var eins og ég væri
liálfdeyfður eftir höggið á skutinn — áttu þó víst ekki að vera
þar neinar liöfuðstöðvar skynfæranna. Víst var ég ekki vanur
að láta menn eiga hjá mér kalsyrði, en samt sinnti ég ekki gamla
manninum, heldur flýtti mér að koma út öngli og lóði, hálsskera
þorskkindina, marka hana og fleygja lienni í kassann. Síðan
þerraði ég framan úr mér á blautum vettlingi, tók grunnmál og
fór því næst að keipa — allt án þess að sleppa nokkurn tíma
vinstri handleggnum af kassafjölinni.
Svo sagði ég þá loksins og blés á ný:
— Já, ég er alveg liissa!
Höskuldur gamli hallaði höfði, og nú hló hann:
— Ja, þar valt veisugaltinn, lio, ho, ho, ho! Ef það hefði nú
verið fyrsta árið þitt til sjós, þá liefði maður ekkert sagt, kalfótur
góður!
Nei, nú gat ég ekki verið þekktur fyrir að þegja — maður,
sem hafði fengið á sig orð sem óvenjulega vígfimur — og illvígur
í málasennum, enda vopn tungunnar mín eina verja, — minnsta
kosti fyrsta og annað sumarið mitt á skútum. Ég leit allhvatlega
við Höskuldi gamla og tætti út úr mér:
— Ho, þér ferst! Hérna lipurmennið — sem alla þína ævi
hefur aldrei komizt nema fetið og það við handlás eins og kona,
sem er nýstaðin upp úr barnsfarasótt!
Nú kom frá næsta manni fyrir framan mig:
— Farið að týra! Fer kannski bráðum að loga! Þú svarar
þessu vonandi, Höski. Og það small í gómunum á Jóni á Hrynj-
anda, líkt og þá er soltinn maður kjamsar, þegar hann finnur
þefinn af góðum mat.
— Þegi þú, bölvaður ei þó jálkurinn! Og Höskuldur ganili
gaf Jóni hálfkærings hornauga ... Svo snéri hann sér við, greip
um öldustokkinn með liægri hendi, en færið með þeirri vinstrx.
Æ, ég var honum hálfvegis þakklátur. Það liafði enginn mergxxr
verið í þessu hjá mér. Ég var eins og hálfdrungalegur — ennþa,
hafði reyndar alltaf verið það, síðan um vaktaskipti. Og ég tók
að góna út á sjó, en gætti þess samt vandlega að losa ekki takið
á fiskikassanum.
Það var rjómalogn, en gráskýjaður himinn. Og eins og þegar
hefur komið fram í frásögninni, var haugasjór, furðuháar, eö