Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 21

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 21
eimreiðin ÞRJÚ ATRIÐI 9 liaft stórvægilegar byltingar í för með sér í atvinnu- og efnaliags- málum og yfirleitt í öllum greinum mannlegs lífs. Geigvænlegasta framförin, ef framför skyldi kalla, a þessari öld, er hin aukna drápsorka, eða mátturinn til að tortíma, sem wáði liámarki með kjarnorkusprengjunni í lok síðustu styrjaldar. Grápsorka liernaðartækja hefur aukizt fjórum milljón sinnum síðan árið 1900. Þá var púðursprengingin ekki máttugri en svo, að þó að skot úr 14 þml. fallbyssu liitti beint í liús, þá féll ekki l'úsið í rúst, lieldur stóðu veggir oftast eftir uppi. Árið 1918, eða t lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, var tækninni svo fram farið, að auðvelt var orðið að sprengja liús í loft upp með fallbyssukúlu, svo að ekki var örmull eftir. 1 marzmánuði 1945 var auðvelt með Wezkri stórskotabyssu að sprengja langa húsasamstæðu í loft UPP, en fjöldi nærliggjandi liúsa stórskemmdist um leið af sprengjubrotunum. Og svo gerðist sá ferlegi atburður sama ár, að fvrstu atómsprengjunni var varpað á stórborg. Atómsprengjan, sem varpað var á japönsku borgina Hiroshima, evðilagði allar ^yggingar innan lirings á einnar enskrar mílu svæði út frá þeim stað, þar sem sprengjan féll. Nú er liægt að framleiða samskonar sprengjur mörg hundruð sinnum kraftmeiri en sú var, sem Banda- tíkjamenn vörpuðu á Hiroshima. Það væri ömurlegt útlit framundan, ef þróunin takmarkaðist eingöngu við efnisorkuna. Þá væri óttinn um gereyðingu lífsins á jörðu liér ekki ástæðulaus. En þess ótta gætir stundum — og nú síðast í sambandi við umræður um hina nýju vatnsefnis- sprengju. Svo er þó fyrir að þakka, að jafnframt síaukinni þekk- ingu á orkulindum efnisins hefur einnig aukizt þekkingin á and- legri orku sjálfra vor, þeim leyndu öflum, sem nieð oss búa. Mönnum er að verða æ ljósara en áður, að til þess að vel eigi a3 fara, verða andlegir og siðferðilegir eiginleikar vorir að þrosk- ast svo, að vér verðum færir um að stjórna sjálfum oss, og um leið orkulindum efnisins, í þágu lífsins, en ekki dauðans, í þágu hins góða og fagra, en ekki liins illa og andstyggilega. Baráttan milli ills og góðs er tvísýnni á þessari jörð nú en áður, vegna bess að tækni til tortímingar eru fullkontnari nú en áður. öld hraðans liefur slöngvað landi voru, sem áður var einangrað, inn í hringiðu liinna miklu átaka um líf eða dauða, frelsi eða tortímingu, sem nú fara fram í heiminum. Þessi hætta blasir við

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.