Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 23

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 23
eimreiðin Þórir Bergsson: Ási. , bmasaga. Orsök er til alls fyrst. -—- I bifreiðinni frá Reykjavík varð ég ötálkunnugur presti einum að norðan, séra Sigmundi, miðaldra wtanni, greindum og skemmtilegum. Við komum seint á stöðina °g hlutum því sæti á aftasta bekk í vagninum, ásamt dóttur prests- llls, sem var með honum. Veður var fagurt og blítt og gott að kornast úr bænum. Við borðuðum saman í skálanum við brúna, og þá spurði prest- Urinn mig, livert ferð minni væri lieitið. Sagði ég, sem satt var, að það væri að mestu óráðið, ég hefði ekkert annað erindi en ^ara eitthvað norður á land og hvíla mig í nokkra daga. Presturinn spurði mig þá, livort ég mundi ekki vilja gera sér Þá ánægju að vera hjá sér þessa daga. Þegar ég leit undrandi á þennan gestrisna prest, sem ég liafði aldrei séð fyrr en þá um morguninn, — brosti hann og flýtti ser að segja, að ég liefði eitt sinn, fyrir nokkrum árum, gert liróður sínum stóran greiða. Sagði presturinn mér, hver þessi Ijfóðir sinn liefði verið og hvernig ég hefði orðið lionum að liði. Rifjaðist þá upp fyrir mér hálfgleymt atvik um veikan mann, sem ég af tilviljun gat rétt lijálparhönd, lítils liáttar. Hann er nú dáinn, þessi bróðir minn, sagði presturinn, — en hann gleymdi aldrei hjálp yðar, ókunnugs manns, þar sem hann átti engan að. Ég sagði, að þetta liefði ekkert verið nema smávegis greiði, sem hver lieiðarlegur maður liefði látið í té í mínuni sporunt. Það má vera, að yður finnist það lítið, en það kont sér areiðanlega vel, sagði presturinn — og ég lief heldur ekki gleymt ^V1' ’ Ég lield, að þér gætuð livílt yður sæmilega vel hjá okkur, ^engiS n5g ag ]j0rga5 þokkalegt lierbergi, dágóða hesta, ef þér hafið gaman af að skreppa á bak. Og svo hef ég ráð á veiðiá, Sem þér getið rennt í, að vísu ekki neinni uppgripaveiði, en lnargir hafa gaman af að dunda við veiðiskap stund úr degi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.