Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 40
28 HVAÐ HEITIR MAÐURINN? EIMREIÐIN því tilliti má minna á nöfnin: Ormar og Örlygur. Bæði þau nöfn voru lögð niður, Örlygur fyrir nokkrum öldum, Ormar fyrir nokkrum áratugum og Vormar og Þormar komið í staðinn, þvl þau nöfn hafa þótt „fín“. Skömrnu eftir útgáfu skáldsögunnar Ormars örlygssonar eru bæði þessi nöfn tekin í íslenzkra nafna tölu, og spái ég, að þau muni nú lengi lifa. Einn sögumaður Gunnars Gunnarssonar heitir Gestur Húnsson. Nti er, góðu heilh, búið að hefja til nýs lífs mannsnafnið Húnn (og e. t. v. Huni líka, sem ekki er síðra nafn), og gæti ég trúað, að G. G. ætti óbeinan þátt í því, þótt það þurfi ekki að vera. Guðmundur Kamban mun eiga gildan þátt í því, að Hrafnhiklar nafn er nú kunnugt víða um land og Höddu nafn er líka tekið í notkun á síðari árum, jafnvel þótt liið fyrr nefnda kunni að ltafa fundizt á 1—2 stöðum áður en „Hadda Padda“ þekktist, sem þó er ósann- að mál. H. K. Laxness mun hafa opnað leið fyrir Bjarts nafn með Bjarti bónda í Sumarhúsum. Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari, reit gagnfagra grein um Hrafn lækni Sveinbjörnsson fyrir nokkrum áratugum (þrem til fjórum), sem kynnti þann snilling réttilega. Munu þá nokkrir einstaklingar hafa fundið köllun hjá sér til að koma upp nafni Hrafns. Veit ég um tvo menn með Hrafns nafni, sem báðir eru Sveinbjörnssynir, og auk þess nokkra ineð öðrum feðranöfnum. Nafnið fannst ekki hér á landi árið 1910. Það er staðreynd, að einstaklingur getur varpað sterkum feg- urðarbjarma á nafn, sem annars þykir Ijótt eða liefur litla fegurð í sér fólgna. Menn geta vanist flestum nöfnum vel, ef eigendur þeirra eru geðfelldir. Þess vegna hafa óþjóðleg og ófrýn nöfn náð furðulegri rótfestu og hylli, t. d. Rasmus, Rustikus, Kapras- íus o. fl. Nú fyrir nokkrum dögum las ég ritgerð hr. Björns Sigfússonar í „Erindasafninu“ og þótti hún fróðleg og skemmtileg í heild, að því er snerti íslenzku mannanöfnin, enda hafði ég ekki lesið ritgerð um það efni síðan ég las ritgerð Jóns prófasts Jónssonar á Stafafelli fyrir nokkrum áratugum, og sem mun vera í „Safm til sögu lslands“. Fann ég í ritgerð Björns sumt, sem ég vissi ekki áður, t. d. að nafnið Gizurr er eitt af gælunöfnum Óðins. Galt ég þar ófróðleiks míns í Eddu, sem er lítt afsakanlegt. Geta skal þess, að ekki er ég sammála hr. B. S. í öllunt atriðum. Þannig

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.