Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 44

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 44
eimreiðin T I L M Ö M M 1. Ég geymi í huga marga mynd frá mínu föðurlandi, — af grænum bala, af lækjarlind, af Ijómahvítum fjallatind, af bárum, er þær leika á sjávarsandi. En einni þeirra ann ég mest og öðrum betur geymi, ég þakka henni fyrir flest, hún fæddi mig og var mér bezt af öllum, sem ég þekki í þessum heimi. Ég man svo fjarska margan söng, er minning Ijúfa geymir, af fossins niö í fjallaþröng og fljótsins gjálp viS jökulspöng. — Það heyri ég næstum ávallt, er mig dreymir. En kænist þó af öllu er mér ávallt móðurraustin. Hún átti hulið afl í sér, og orðin fyrstu kenndi hún mér og söng mér vöggukvæði vor og haustin. Nú er ég, kæra móðir mín, frá mínu föðurlandi, en hver einn geisli, er skærast skín, hann skilar kveðju heim til þín, og sérhver bára, er berst að votum sandi. Jóhann Sigurjónsson. [Kvæði þetta, eftir Jóhann skáld Sigurjónsson, er úr handritasafni því, sem ekkja skáldsins ánafnaði Landsbókasafninu, og mun ekki áður hafa birzt a prenti. Þctta mun vera eitt af elztu kvæðum hans, sennilcga ort á fyrsta dvalarári hans við Háskólann í Kaupmannahöfn. Riislj.].

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.