Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 49
eimreiðin ,VALA, VALA SPÁKONA' 37 Drengurinn hleraði: „Vala, vala spákona, spyr ég þig að: Kemur tilvonandi eigin- rnaðurinn minn á laugardaginn? Ég læt þig í rjómatrogið, ef þú segir satt, í koppinn, ef þú skrökvar“. Og svo lineigði liún liöfuðið, og þá gerðist kraftaverkið: Sauð- arvalan, sú sem týnd var, hoppaði fram úr lirafnsvörtu hári kon- unnar, skoppaði yfir nokkur sandskúruð gólfborð, lá grafkvrr. Véfréttin var jákvæð. Húsmóðirin tók völuna varlega upp, gerði gælur við liana. Dularfullt bros lék um þykkar, nautna- legar varir liennar, þrýstinn barmurinn bylgjaðist eins og bárur á kyrrlátum liaffleti. Svo var spákonan liýst í skartgripaöskjunni. En drengurinn læddist á tánum inn baðstofugöngin, og bar fljótt yfir. Þetta var endurtekið alla vikuna. Alltaf sama svarið hjá spá- konunni. Hún var ekki tvísaga, kerling sú. Og á andlit húsfreyj- Unnar var komin lotningarfull tilbeiðsla og öryggi. Hún steig létt til jarðar með unglegri og hnitmiðaðri hreyfingar en áður. Á laugardaginn var bjart veður, sígandi frost. Lítilsháttar lausa- utjöll hafði muldrað niður um nóttina. Undir kvöld kom far- kennarinn að Hóli. Hallur litli hafði verið á linotskóg um ferðir kans og skokkaði á móti lionum út fyrir tún. Við bæjardvrnar gkóf ferðamaðurinn snjókleprana af skórn og sokkaplöggum. Hallur stóð yfir honum með hendur í vösum, þandi brjóstið og spurði almæltra tíðinda. Það voru glettnislegir glampar í aug- Uffi kennarans, en hann leysti greiðlega úr spurningum sveins- ins. Allt í einu kom grannvaxin, ljóshærð stúlka hlaupandi fyrir kornið á bæjarliúsunum. Kennarinn liafði liraðar liendur, greip kana í fangið. Hún lagði arniana um liálsinn á lionum. Og svo kysstust þau heitt og lengi. En á meðan á þessari athöfn stóð, gekk liúsmóðirin ut að stofuglugganum. Hún hörfaði til baka, stóð á öndinni, bliknaði °g blánaði á víxl, tók hendi til hjartans og seig ofan í sófann í stofuhorninu. Þegar kennarinn og vinnukonukindin voru gengin til baðstofu, ^ór búsmóðirin á stjá. Hún nálgaðist skartgripaskrínið, opnaði það með titrandi höndum, gretti sig ámátlega, fletti skjanna-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.