Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Qupperneq 78

Eimreiðin - 01.01.1950, Qupperneq 78
eimreiðin A USTFIRZKT LEIKRITASKÁLD: Jakob Jónsson frá Hrauni, Sex leik- rit. Haukadalsútgáfan, Reykjavik, 1948. XIV, 307 bls. Forspjall eftir SigurS Grímsson. Eftir að Guðmund Kaniban leið, hefur ekki verið um auðugan garð að gresja leikritaskálda á íslandi. Beztu leikrit af hinum nýrri munu vafalaust vera Gullna hliSiS eftir Davíð Stefánsson og Uppstigning eftir Nordal. Verður líklega að telja Davíð hezta leikritaskáldið með þjóðinni nú, ef Jakoh skákar honum ekki úr þeim sessi með þessari bók. Þar með vil ég ekki segja, að neitt af leikritum Jakobs nái Gullna hliS- inu eða Uppstigning. Sigurður Egg- erz er kominn undir græna torfu, og Lárus Sigurhjörnsson skrifar meira um leiksögu og leiklist heldur en leikrit. Og er Guttormur nú ekki liættur að unga út sínum einkenni- legu andans fóstrum í leikmynd norður og niður á hökkum Winni- peg-vatns? Jakob Jónsson er fæddur að Hofi í Álftafirði eystra 1904 og ólst upp með foreldrum sínum, séra Jóni Finnssyni, lengstum presti á Hrauni á Djúpavogi, og konu hans, Sigríði Hansdóttur Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði (náfrændfólk Richards Beck). Annars má vísa um ævi hans í Forspjall Sigurðar Grimssonar, skálds og Shakespeare-þýðanda. Þótt Jakob liefði gaman af því sem varð á vegi hans af leiklist frá því liann, strákurinn, var að alast upp á Djúpavogi, þar til liann fluttist úr Reykjavík sem nýbakaður guðfræð- ingur og aðstoðarprestur föður síns, þá datt lionum aldrei í hug að fást við leikritagerð, fyrr en liann setti saman fyrsta leik sinn, Stapann, fyrir áeggjan sóknarbarna sinna í Vatna- byggðunum í Saskatchewan. Þetta gerðist á árununi 1938—39, og var leikritið sýnt í Winnipeg síðara árið við góðar viðtökur. Fyrir söfnuð sinn í Wynyard reit Jakob líka tvo trúar- lega leikþætti á ensku, The Christ- mas Voice og The Light of the World, er sýndir voru þar í kirkjunni sitt árið hvor. En árið 1940 samdi Jakob annað leikrit sitt, Öldur, og var það sýnt nálega samtímis í Vatnabyggð- um, Winnipeg og í Reykjavík, en sumarið 1940 fluttist Jakob heim og gcrðist Hallgrímssóknarprestur í Reykjavik. Og tók liann þá að hugsa fast til Tyrkja-Guddu, húsfreyju séra Hallgríms, viðaði að sér efni í leik um hana á þessum árum, og var Tyrkja-Gudda fullbúin 1945. Siðasta leikrit Jakobs, Hamarinn, var a. n. 1- byggður á drögum, sem Jakob liafði gert á stríðsárunum, en hann vann úr þeim og fullgerði leikinn 1947. Auk þessara þriggja leikrita eru í bókinni tveir útvarpsleikþættir og einn fyrir drengi (skáta, 1946).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.