Eimreiðin - 01.04.1952, Side 16
88
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
það jafnvel háskólaprófessora, vera að vitna til þýzka rational-
ismans frá því um síðustu aldamót sem „frjálslyndrar guðfræði"
og reyna að nota hann sem vönd á þá menn, sem ekki geta orðið
þeim samferða um skilning á lögmálum lífsins. Hin svonefnda
hærri krítik á heimildir Ritningarinnar, sem þeir Adolf Harnack,
Theodor Zahn, Jóhannes Weisz, Hermann Gunkel og fleiri þýzkir
guðfræðingar stóðu að um aldamótin síðustu, var að sjálfsögðu
ekki annað en tímabundin viðleitni til hiutlausrar sögurannsókn-
ar, undir áhrifum þeirrar efnishyggju, sem þá ríkti við háskóla
Norðurálfunnar og ekki sízt í Þýzkalandi. Tilraunir lærðra manna
til að afsanna kraftaverk þau, sem skýrt er frá í Heilagri ritn-
ingu, náðu um þetta leyti hámarki sínu. Þá er það, að sálarrann-
sóknir nútímans varpa nýrri birtu, nýjum skilningi, á þessi mál,
svo að öll rök efnishyggjunnar verða að engu. Og það er ekki sízt
þessum rannsóknum að þakka og því, hvernig þær voru túlkaðar
hér heima, og þá fyrst og fremst við hinn unga háskóla vorn, að
fjöldi menntamanna hinnar uppvaxandi kynslóðar í landinu á
fyrstu áratugum þessarar aldar stóð ekki uppi trúlaus og ger-
samlega ráðþrota gagnvart leyndardómum lífsins. Ég veit, að séra
Ulsdal er nokkur vorkunn, því hann þekkir sýnilega ekki annað
til sálrænna rannsókna en þann gagnrýnilausa, sérkirkjulega
spíritisma, sem honum hefur orðið angur að í Danmörku. Hér á
íslandi hafa sálarrannsóknirnar aldrei orðið að sektaríanisma.
í landi voru er ekki til einn einasti spíritistiskur söfnuður. Har-
aldur prófessor IMíelsson sagðist aldrei mundi segja sig úr þjóð-
kirkjunni, því hann leit svo á, að kirkjan ætti að njóta árangurs-
ins af sálarrannsóknunum og þyrfti þess með í vantrúarflóði ald-
arinnar. Hann sagði, að það yrði þá að reka sig úr kirkjunni. Það
var aldrei gert. Ef til vill hefði það verið gert í danskri þjóð-
kirkju — og vafalaust ef menn á borð við séra Ulsdal hefðu fengið
að ráða.
Ulsdal klerkur kvartar yfir því, hve kirkjurnar á íslandi séu
litlar, lélegar og óvistlegar. Aftur á móti úir og grúir af nýtízku
íbúðarhúsum, glæsilegum bifreiðum, og jafnvel flugvélar eru á
íslandi miklu hversdagslegri farartæki en í nokkru öðru landi
Evrópu. Svo er helzt að skilja af lýsingu klerks, að íslendingar
séu svo önnum kafnir við að þjóna Mammoni og eigin hagsmun-
um, að þeir hafi engan tíma til að þjóna guði, svo sem með þv'
að gera sér vegleg guðshús. Þeim dettur ekki einu sinni í hug
að endurbæta einstaka gamla kirkjumuni, sem maður rekst stund-
um á. Gömlu kirkjumunirnir munu nú reyndar liggja ennþá flestir