Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 18
90 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN kirkjunni til foráttu, að fjöldi presta hennar og guðfræðinga gat ekki og getur ekki sætt sig við niðurstöður rationalismans, og að það, sem bjargaði þeim frá að verða andlega hungurmorða á þeim vettvangi, var einmitt sálarrannsóknir nútímans. Því séra Ulsdal er nú svo sem ekki aldeilis ánægður með þessa lausn á málinu fyrir hönd stéttarbræðra sinna á íslandi. Hann segir: Þegar maður er orðinn spíritisti, spillist guðfræði hans af sjálfu sér,-------verður þá ávallt mjög rökfræðileg og únítarisk. Tilveran verður einhyggjukennd. Syndin er ekki framar veruleiki, o. s. frv. IVIaður kannast við þennan hugsunarhátt frá fleirum en Ulsdal klerki. Samkvæmt honum er það afkristnun að leita að rökum fyrir lífsskoðun sinni. Samkvæmt honum má trúin á einn algóðan guð, sem leiði allt til farsællegra lykta, ekki verða svo sterk, að gleymt sé vélabrögðum Satans og valdi yfir mönnunum. Annars kannast ég ekki við, að sálarrannsóknirnar hafi leitt til þess að gera einhyggjuna og vanmat á valdi syndarinnar að ríkjandi lífs- skoðun þeirra, sem þær aðhyllast. Þvert á móti hafa þær fremur en allt annað sýnt oss sannleikskjarnann í hinni gömlu helvítis- kenningu og opinberað hinar geigvænlegu afleiðingar syndarinnar, bæði þessa heims og annars — og því alls ekki útrýmt tvíhyggj- unni, þó að hún birtist oss í annarri mynd en áður. Svo er fyrir þakkandi, að íslenzka þjóðkirkjan leitast ekki við að hefta hugsanafrelsi manna. Hún er rúmgóð þjóðkirkja, og það er sigurmerki hennar. Ég tel það fagnaðarefni, er biskupinn yfir íslandi viðurkenndi þann sannleika hiklaust í hirðisbréfi sínu, að íslenzka kirkjan stæði í mikilli þakklætisskuld við spíritismann. Þar átti hann að sjálfsögðu við sálarrannsóknir nútímans, en ekki við neinn sektaríanisma, sem ekki er til í landi voru. Ég ætla mér ekki þá dul að bera saman kirkjulegkn þroska íslendinga og Dana, eins og séra Ulsdal gerir. En ég held, að sáluhjálp vor íslendinga sé ekki í meiri hættu stödd en þeirra manna, sem ekki telja sig mega vitja sjúkra nema með sálmasöng, eða telja það ganga guð- lasti næst að vitna af stólnum í kvæði eftir Longfellow, af því að hann hafi verið únítari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.