Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 20
92 FYRIR 200 ÁRUM . . . EIMREIÐIN „náttúrusögu“. Það er samtíningur í 37 bókum um flest það, sem vitað var á þeim tímum á sviði vísinda. Til marks um þann lær- dóm, sem þar er saman kominn, er það, að greint er þar frá 40 þúsund atriðum, sem tínd eru upp úr nálega tvö þúsund bókum eftir 454 höfunda, eða svo hefur fróðum mönnum talizt til. Og þessi alfræðibók var samin 1400 árum áður en prentlistin var fundin upp. — Kunnugt er, að Plíníus eldri fórst í eldgosi úr Vesúvíusi árið 79, þegar Pompei og fleiri borgir eyddust. — Þrátt fyrir aldurinn voru prentaðar 43 útgáfur af þessu fornaldarriti fyrstu 80 ár prentlistarinnar, slíkur fengur þótti enn að þeim fróðleik, sem þar var að finna, enda ekki völ á neinu betra. Ýmsir aðrir fornmenn gerðu tilraunir til þess að draga saman í eina heild allt það, sem vitað var, og allt það, sem menntaðir menn voru álitnir þurfa að vita. Öll þekking manna í þá daga var ekki fyrirferðarmeiri en svo, að þeim, sem áttu að teljast vel lærðir menn, var ætlað að vita meiri og minni deili á því öllu saman. Það var því ekki fyrst og fremst handbók, sem ísidor biskup í Sevilla hafði í huga, er hann samdi (á 6. öld e. Kr.) hinar 20 bækur sínar um „uppruna allra hluta“ — Etymologiae sive Origines — heldur einkum og sér í lagi kennslubók til notkunar við æðri skóla. Og á þann veg var rit hans notað lengi vel; það var hinn sjálfsagði leiðarvísir í „þrívegi“ og „fjórvegi" — trivium og quadrivium — í öllum námsgreinum sem sagt, er kenndar voru í skólum, og sem heimildarrit um alla skapaða hluti. Áhrif þessa rits urðu meiri og víðtækari en nú getur átt sér stað um nokkra bók, nú, þegar ekki er óvanalegt að bækur séu fremur hafðar til híbýlaskreytingar en lesturs. Áhrif þess mótuðu skoðanir manna og ritmennsku um langan aldur, og vinsældir þess náðu yfir alla álfuna, einnig hingað til lands. Hér voru uppi fyrir 600—800 árum lærðir menn, sem áttu í fórum sínum eintak af riti ísidors biskups, á frummálinu, eða a. m. k. allmikinn hluta þess, og notfærðu sér það óspart við samningu fræðirita á móðurmáli voru. Það mundi verða langur listi, ef tína ætti til allar þýðingar og stælingar á íslenzku máli úr ritum ísidors. En geta má þess helzta, sem sízt ieikur vafi á að komið sé frá honum. Eru það t. d. kaflarnir í Hauksbók „Um náttúrusteina", „Um regnboga“, „Af náttúru mannsins og blóði“ og „Heimslýsing og helgifræði“- Frá honum er einnig kaflinn um hina sex „heimsaldra" í Veraldar- sögu hinni fomu, einnig prentaður í Rímbeyglu. í „Leifum fornra íslenzkra fræða“ er þýðingarkafli úr riti hans um „baráttu lasta og dyggða". Um allt, sem lýtur að landafræði miðaldanna, eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.