Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 24
96 FYRIR 200 ÁRUM . . . EIMREIÐIN fram og aftur, eftir forskriftum rökfræðinnar, um hin fáránleg- ustu úrlausnarefni, sem gengu oft miklu lengra inn á svið for- dæðuskapar og óguðlegs orðbragðs, svo sem eins og þetta: Hvers vegna var Kristur guðssonur, en ekki guðsdóttir? Eða: Neytir mús, sem nagar vígða oblátu, líkama drottins eða ekki? Nú tóku menn að beita sér að lausn hagnýtari vandamála. Menn beizluðu hið allt of ólma ímyndunarafl og leyfðu heilbrigðri skynsemi að njóta sín betur. Frá og með 17. öld eru orðin straumhvörf í þessum efnum. Einkenni þeirrar aldar á bókmenntasviðinu eru m. a. umbótaáhugi og þekkingarþorsti, djörf sjónarmið og efunarsemi, sem heyir baráttu við hin gömlu, rígskorðuðu fræðakerfi. Og með 18. öld- inni lýkur þeirri baráttu með fullum sigri skynsemis- og upp- fræðingarstefnunnar. Það var Frans Bacon, sem fyrstur endurbætti verulega fræða- kerfi gömlu skólaspekinganna og lagði grundvöllinn að raunsýnni flokkun vísindanna í riti sínu Novum organum, sem er nokkurs- konar alfræði, þó að ýmsar greinar þekkingarinnar séu þar ekki með, og kom hún út 1627. Eftir það færist nýtt líf í fræðaritun, og hver handbókin af ann- arri er gefin út í hinum ýmsu löndum, og þær eru ekki lengur samdar á latínu, heldur hinum lifandi þjóðtungum. Fyrst um sinn er þó ekki um alfræðibækur að ræða, heldur taka þær til ákveð- inna fræðagreina og eru misjafnlega yfirgripsmiklar. Svo er um mikið rit, sem maður að nafni Moreri samdi og lét prenta í Lyon árið 1674. Nefndist það „Orðabók yfir mannkynssöguna" og tekur aðeins til sögu, ættfræði og ævisagna. En hún virtist koma í góðar þarfir, því að tuttugu útgáfur voru prentaðar af henni, sú síðasta í París 1759. Franski fræðimaðurinn Pierre Bayle gaf út sams- konar orðabók — prentuð í Rotterdam 1697 — og þó sýnu merki- legri, því að ýmsar af hinum skarplegu athugunum höfundarins og umsögnum um menn og málefni, virðast boða sigur hinnar frjálsu hugsunar og skynsemdargagnrýni, eins og hún kemur nokkru síðar fram með svo áhrifaríkum hætti í ritum frönsku al- fræðihöfundanna, Diderot, Rousseau, Voltaire o. fl. Aukna og endurbætta útgáfu þessarar orðabókar eftir Bayle annaðist franskur maður að nafni Chantepie, í Rotterdam 1750 —56, og landi hans, Prosper Marchand, gaf hana út í 3. sinn 1 Haag 1758. Meðan þessu fór fram, höfðu Þjóðverjar ekki látið sitt eftir liggja. Þeir voru þá þegar komnir í tölu mestu vísindaþjóða heims-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.