Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 25

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 25
EIMREIÐIN FYRIR 200 ÁRUM .. . 97 ins og áttu marga fræðimenn, sem spreyttu sig á því að semja alfræðibækur. Nægir að nefna af þeim ritum Lexicon universale, eina latnesku alfræðina enn, eftir Jóhann Jakob Hoffmann, pró- íessor í fornaldarsögu og grísku við Baselháskóla, og tekur hann t*ar til meðferðar fleiri fræðigreinar en áður tíðkaðist, eða mann- kynssögu, ævisögur, landafræði, bókmenntir og málfræði. Betri þótti alfræði sú, sem gefin var út í Leipzig 1704 með formála eftir Húbner, rektor við Johanneum í Hamborg, og síðan kennd við hann. Var hún í tveim deildum; af hinni fyrri, Reales Staats- ^eitungs- und Conversations-Lexicon, kom 35. útgáfan á prent 1828; hin deildin, Curieuses und reales Natur-Kunst-Berg-Gewerb- Ur|d Handlungs-Lexicon, var einnig margoft endurprentuð. En l&ngmesta stórvirkið, sem nokkru sinni hafði unnið verið í þessari grein, var það er Jóhann Heinrich Zedler, bókaútgefandi í Leipzig, prenta þar 1732 og síðar alfræði sína, Lexicon aller Wissen- schaften u. Kiinste — handbók allra vísinda og lista. Hún er í 64 þéttprentuðum bindum í arkarbroti, samtals yfir 64 þús. blaðsíður. allt þetta gífurlega mikla lesmál var verk útgefanda sjálfs og niu samverkamanna. Hvert bindi var hátíðlega tileinkað einhverj- Um þjóðhöfðingja í Norðurálfu, en þótt þeir hafi þá verið langtum Heiri en nú, hrukku þeir hvergi nærri til, og hin síðari bindin neyddist útgefandi til að tileinka smærri höfðingjum, sem honum hefur ef til vill ekki þótt eiga heiðurinn skilið. Þegar hann hafði homið öllum þessum kynstrum á prent, hefði mátt vænta þess að hann hefði látið það duga. En þeir, sem svo hugsuðu, þekktu 2edler gamla illa. Hann var ekki ánægður. Hann gaf út 4 við- hótarbindi, öll í sama arkarbrotinu, með sama þétta letrinu, og ksllaði þau bara „Nöthige Supplemente" — nauðsynlega viðauka, eða það minnsta, sem komizt yrði af með. En lengra komst hann ekki með þá en eitthvað aftur í c-in. Alfræði þessi er hin fyrsta, Þar sem tekin eru með æviatriði merkustu samtíðarmanna, sem enn voru á lífi, og bókfræðilegar upplýsingar ritsins þykja sérlega nakvæmar og áreiðanlegar. Þar er að finna upplýsingar um gamalt Prent og glataðar bækur, sem hvergi er annarsstaðar að hafa, emnig margskonar ævisögulegan og ættfræðilegan fróðleik, sem ekkert annað rit hefur að geyma. víkur sögunni aftur til Bretlands. Eins og áður er að vikið, Var það rit Frans Bacons, Novum organum, sem fyrst ruddi hindr- Unum skólaspekinnar úr vegi og grundvallaði hina vísindalegu raunsæisstefnu nýja tímans. Næstu hundrað ár kom ekkert það rit út í Bretlandi, sem heitið gat alfræði. En þá var það árið 1728, 7

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.