Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 27

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 27
eimheiðin FYRIR 200 ÁRUM ... 99 að Ephraim nokkur Chambers gaf út í Lundúnum Cyclopedia or an Universal Dictionary of Arts and Sciences — allsherjar hand- bók í listum og vísindum. Fjallaði hún um guðfræði, háspeki og siðfræði, stjórnmál, rökfræði, málfræði, mælskulist og skáldskap- armáL Önnur fræði en þessi taldi Chambers ekki með vísindum og listum, að því er virðist. En bókin hlaut góðar viðtökur og var fimm sinnum gefin út til 1752, og árið eftir kom út viðbótarbindi, að Chambers látnum, og hafði hann safnað í það ýmsum nýjum fróðleik, sérstaklega úr jurtafræði. Bókin var snemma þýdd á ítölsku og gefin út þar. En það var í Frakklandi sem þessi litla alfræðibók átti eftir að koma mest við sögu, og var hún þó aldrei gefin út á frönsku. Tveir menntamenn, annar þýzkur, Sellius að nafni, hinn enskur, Mills, þýddu hana reyndar á frönsku, en sökum þess að þeir voru útlendingar, tókst þeim ekki að fá leyfi til að láta prenta hana í Frakklandi. Leituðu þeir þá ásjár hirðprentara konungs, Le Bre- ton, og hann sótti um og fékk einkaleyfi til að gefa bókina út. Þótti þýðendum súrt í brotið, að leyfið var ekki bundið við nöfn Þeirra og áttu þeir nú undir náð og miskunn Le Bretons, hvort þeir fengi nokkuð fyrir snúð sinn. Mills fór í mál við hann, og stóð svo í stappi á milli þeirra, þangað til þeir skildu að fullu. Le Breton varð þá að hætta við hið upphaflega áform að gefa °rðabók Chambers út í franskri þýðingu, enda hafði leyfiö verið afturkallað. Hann vildi samt ekki sleppa gróðavoninni. Hann var oaaður ólærður, og honum gekk ekkert annað til en gróðafíknin. Lekk hann þess ekki dulinn, að útgáfa alfræðiorðabókar af þessu tagi mundi verða ábatavænlegt fyrirtæki, eins og smekkur al- ^bennings var þá. Réði hann nú til sín heimspekinginn og skáldið Lenis Diderot, og bjuggu þeir út í sameiningu nýja áætlun, sem fól í sér útgáfu miklu fullkomnari alfræðibókar en Chambers, og átti hún að vera með alveg nýju sniði, frumsamin frá rótum. Le Lreton fékk nú nýtt einkaleyfi, sem gilda átti í 20 ár, og fol Liderot yfirumsjón með verkinu. Hvor um sig fékk sér aðstoð- armenn, Le Breton hluthafa í félagsskap þann, sem kosta átti útgáfuna, og Diderot fræðimenn og rithöfunda, sem hjálpa skyldu honum við samningu ritsins. Lyrjað var svo á verkinu í janúar—febrúar 1746, og fyrsta úindi kom út í júlí 1751, fyrir rúmum 200 árum síðan. Þrátt fyrir úrakspár og hatramman andróður, hélt útgáfan áfram með nokkr- Urn hléum, þangað til 1772, að lokið var að koma öllu ritinu á Prent — þessu riti, sem vafalaust er frægasta alfræðibók, sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.